Ægir - 15.12.1959, Síða 29
ÆGIR — AFMÆLISRIT
27
Við ársbyrjun 1915 cr útlitið nokkuð annað.
Farmgjald er nú þegar orðið svo hátt, að til
vandræða horfir, salt og kol er hér af skorn-
um skammti, og fáist það flutt hingað til lands,
mun það verða mjög dýrt, og auk þess er nú
bannað að nokkur útlendur botnvörpungur
niegi koma á enska höfn eftir 1. febrúar. Fyrir
sjávarútveginn eru því horfur binar verstu, en
vonandi er að úr þessum ósköpum greiðist
brátt.
Skólnski'p.
í marzblaðinu er grein eftir Matthías
Olafsson, erindreka Fiskifélagsins, um
skólaskip. Er þar rætt um nauðsyn þess
að íslendingar eignist skólaskip, hvað
kenna skuli á slíku skipi og hvernig það
skuli rekið. Grein þessi verður Sveinbirni
Egilsyni tilefni til hugvekju, er hann
nefnir „Hvaða mál á að tala á skólaskip-
inu?“ Þar stendur m. a.:
. . . en hvaða mál á að tala á þessu skipi?
Þeim sem skrifa og tala um hið hroðalega mál,
sem sjómenn bér nota á skipum, mun ekki
þykja sú tilhugsun góð að á íslenzku skólaskipi
heyrist annar eins viðbjóður. Eins og annað
hér verður allt að vera hreint, lireinir íslend-
ingar og lirein íslenzka.
Til eru íslenzk orð, því að í íslenzkri orða-
bók standa þau, sem niætti setja saman og nota
sem skipunarorð á briggskipi, sem er sú tcg-
und skipa, sem br. M. Ó. stingur upp á að
skólaskipið sé. Vil ég leyfa mér að sýna mönn-
um hvernig þær samsetningar líta út á papp-
írnum og geta þeir þá máske skilið hve óhand-
bærar þessar samsetningar og orð eru þegar
á að nota þau til að segja fyrir á skipsfjöl.
Ég ætla hér aðeins að benda á nokkrar sam-
setningar á stórmastri á briggskipi og læt
dönsku heitanna getið um leið.
Stormast = meginsigla, Storemærs = mcgin-
siglupallur, Storemærsstang = meginsiglupall-
stöng, Storebramsaling = meginhásiglureiða-
slá, Storebramstang = meginhásiglustúfu'r,
Storebrambardun = meginhásiglustúfshöfuð-
benda. Tunga þeirra væri liðug, sem gætu
greinilega skipað þessa setningu fyrir: Taktu
tusku og vefSu um meginhásiglustúfshöfuS-
bendana þar sem hún liggur í raufinni á meg-
inhásiglustúfsreiSaslánni, og ekki nóg hér með,
þetta verður hásetinn sem skipunina fær að
endurtaka.
Nú koma rárnar: Storraa = meginrá, Store-
merseraa = meginpallseglsrá, Storebramraa
= meginhásiglurá, Storemærseraatoplente =
meginpallseglsrástillir meginpallseglsstjórn-
borðsrástillir, (nú fer að þyngjast, piltar).
Storebramstyrbordstoplente = meginbá-
isglurárstjórnborðsrárstillir. . . . Það er langt
orð á dönsku Storebrambrasstyrbordsblok-
skive, en það heitir líka á íslenzku meginhá-
siglurársstjórnborðsaktaumsskegluhjól. . . .
Hlutafjársöfnun til Eiviskipafélagsins.
I apríl—maí blaðinu 1916 er skýrsla um
innkomið hlutafé Eimskipafélags Islands
hinn 4. apríl 1916, flokkað eftir kaupstöð-
um og sýslum. Alls voru þá innkomnar kr.
201.460, eða kr. 2,29 á hvern íbúa lands-
ins að meðaltali. Hæsta meðaltölu hefur
Akureyri kr. 6,44, aðrir kaupstaðir eru
fyrir neðan kr. 1,50 og Hafnarfjörður
lægstur með 28 aura. Hæst af sýslunum
er Norður-Þingeyjarsýsla með kr. 6,29, en
lægst Dalasýsla með 62 aura.
Styrjöldin og fiskveiöarnar.
Ritstjórinn skrifar í apríl—maí blaðið
1917 um vertíðina, sem þá er að ljúka.
Ber sú frásögn með sér, að áhrifa frá
styrjöldinni er mjög tekið að gæta, svo
sem í skorti á nauðsynjum til útgerðar-
innar. Mest allur flotinn varð að hætta
veiðum áður en vertíð lauk vegna kola-
og olíuleysis, og þó einkum saltleysis. Eftir
að alger þurrð varð á salti, tóku nokkrir
bátar upp veiðar, sem þá höfðu lengi legið
niðri, en það voru hákarlaveiðar. Segir í
greininni frá mótorskipinu Tý, sem fór á
hákarlaveiðar frá Reykjavík, mannað
vestfirzkum sjómönnum, sem vanir voru
hákarlaveiðum:
„Týr“ lagði fyrst hér í Faxabugt, en bá-
karlinn var smár, sem þar fékkst, og hélt hann
því þaðan og lagðist djúpt af Eldey og þar var
nóg fyrir, enda hefir hákarlinn haft tíma til
að aukast og margfaldast síðan „Gylfi“ og
„Reykjavíkin", hans svörnu óvinir bættu að
ónáða hann, að ógleymdum „Geir“.
Legufæri Týs voru ekki nógu sterk, svo að
hann slitnaði upp eftir stutta iegu; hafði þá
fengið 66 skrokka, sem gáfu af sér um 40 tunn-
ur lifrar, sem sýnir að hákarlinn hefur verið
vænn. ...
Beita var heldur ekki eins og skyldi, var
bæði hörgull á rommi, en það vill hann bafa,
því hann er non-templar, en þó fékk hann