Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1959, Side 47

Ægir - 15.12.1959, Side 47
ÆGIR — AFMÆLISRIT 45 við landhelgisgæzlu, en stundaði einnig fiskveiðar og fiskflutninga. Eftir lok styrjaldarinnar var skipið selt útgerðar- félagi á Flateyri. 1938 lét ríkisstjórnin smíða á Akureyri 72 lesta varðbát, „Óð- inn“, og hefur hann verið við varðgæzlu til þessa dags. Loks kom svo þriðji „Þór“ hingað til lands 1951, 693 lestir. „Þór“ er stærsta og vandaðasta skipið, sem landhelgisgæzlan hefur haft til umráða til þessa, og svo hraðskreiður, að hann hefur í fullu tré við hraðskreiðustu ný- tízku togara. Um langt skeið hefur verið unnið að því að safna fé til smíða björgunarskipa og stefnt að því, að hver landsfjórðungur fengi shkt skip til aðstoðar fiskibátum á aðalvertíðum. Undanfari þessa var skip Slysavarnafélags íslands „Sæbjörg", sem var smíðuð í Danmörku 1937, en stækkuð 1948. Síðan hefur ríkissjóður leigt skipið af slysavarnafélaginu og notað það til landhelgisgæzlu og björgunarstarfa. 1950 var smíðað nýtt skip í Danmörku, „María Júlía“ 138 lestir. Þetta skip var smíðað með ríflegu framlagi frá Vest- firðingum og hefur sinnt varðgæzlu og björgunarstarfi síðan. Björgunar- og varðskipið „Albert", 201 lest, var fullsmíðað 1957, og er það annað stálskipið, sem smíðað er hér á landi. Norðlendingar lögðu mikið fé til smíði skipsins. 3. Verksmiójuskip. Eftir síldarhlaupið í Hvalfjörð 1947—’48 þótti nauðsynlegt að auka bræðsluafköst síldar hér í flóanum. Var í því skyni keypt frá Bandaríkjunuim 4898 lesta gufuskip, sem fékk nafnið „Hæringur“ og kom hingað til lands 1948. Skipið var búið síldarbræðslutækjum, en vegna hrá- efnisskorts þurfti aldrei til þess að taka hér syðra, en sumartíma var það við Norður- og Austurland um síldveiðitím- ann, en sú útgerð bar lítinn árangur vegna aflabrests. „Hæringur“ var seldur til Noregs 1954. U. Dráttarskip. Eftir því sem útfærslu Reykjavíkur- hafnar miðaði áfram og skipakomur til hafnarinnar jukust, þótti nauðsyn bera til að höfnin eignaðist dráttarbát til að aðstoða skip inn og út úr höfninni og „Magni“. innan hennar. Varð þetta að ráði, og var keyptur í Þýzkalandi 8 ára gamall drátt- arbátur sem gefið var nafnið „Magni“ 111 lestir og hingað kom 1928. Starfaði „Magni“ í höfninni, þar til nýi „Magni“ leysti hann af hólmi 1955. Það skip var smíðað í Reykjavík og var fyrsta stál- skipið, sem smíðað var hér á landi. “Magni“ er 184 lestir ag stærð. 5. Dýpkunarskip. Eftir því sem hafnargerðir hafa færst í aukana, var þörfin fyrir dýpkunarskip stöðugt brýnni. Árið 1947 kom hingað til lands dýpkunarskipið „Grettir" 286 lestir, sem ríkisstjómin lét smíða í Skotlandi. Hefur það skip haft ærinn starfa síðan og komið að miklu gagni. Vestmannaeyingar hafa um skeið rekið sanddæluskip, en ekki hefur sú fleyta verið tekin upp i skipaskrá. 6. Selveiðiskip Þó að lega íslands sé hagstæð til sel- veiða í Norðurhöfum, hafa Islendingar ekki haft mikinn áhuga fyrir þeim veið- um. í heimsstyrjöldinni fyrri keypti Pét- ur A. Ólafsson kaupmaður selveiðiskip hingað til lands, sem gefið var nafnið „Kópur“, og nokkru seinna eignaðist fé-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.