Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 123
ÆGIR — AFMÆLISRIT
121
um þessum málum var unnið af miklum
krafti. S. H. hafði stofnað eigin skrifstofu
í New York árið 1944 til þess að annast
sölu á freðfiskinum í Bandaríkjunum. Var
Jón Gunnarsson ráðinn forstjóri fyrir
þessari skrifstofu, er var breytt á árinu
1947 í sjálfstætt fyrirtæki, The Coldwater
Seafood Corporation.
Á miðju ári 1946 opnaði S. H. skrif-
stofu í Amsterdam og veitti Guðmundur
Albertsson henni forstöðu. Loks, árið 1947,
var stofnsett í Praha, þriðja skrifstofan,
sem dr. Magnús Z. Sigurðsson stjórnaði.
Voru þannig 3 skrifstofur erlendis, sem
eingöngu unnu að sölu og markaðsleit fyr-
ir íslenzka freðfiskinn.
Einnig hafa skrifstofur S. f. S. í New
York og Englandi stöðugt unnið að þess-
um málum fyrir frystihúsin.
E/s Brúarfoss var eina íslenzka kæli-
skipið á stríðsárunum. f stríðslok samdi
Eimskipafélag íslands um smíði á 3 kæli-
skipum auk m/s Gullfoss, en nýlega hefur
það látið byggja m/s Selfoss og á félagið
nú eitt frystiskip í smíðum.
Frystihúsaeigendur innan S. H. stofn-
uðu árið 1945 skipafélagið Jöklar h.f., sem
nú rekur 3 kæliskip. Er m/s Langjökull
nýjasta skip félagsins. Loks hefir S. í. S.
eitt kæliskip. Getur flotinn í dag flutt í
einni ferð um 12000 lestir af freðfiski.
Fyrstu árin var salan heldur lítil til
Bandaríkjanna, en fór svo ört vaxandi og
var þessi markaður um árabil stærsti
kaupandinn og hefir ísland lengi verið
næst stærsti innflytjandi freðfisks til
Bandaríkjanna.
Mjög hefir orðið að vanda alla fram-
leiðslu fyrir þenna markað bæði hvað
snertir gæði, pökkun og útlit vörunnar.
Er fiskurinn vafinn í cellophane og pakk-
að í 1 lbs, 5 lbs og 15 lbs öskjur.
Þann 19. marz, 1950, var gengi ís-
lenzku krónunnar lækkað um 42,6% og
um leið afnumin ríkisábyrgð á útflutn-
ingsvörum bátaútvegsins. Þessar ráðstaf-
anir höfðu mikilvæg áhrif á þróun fram-
leiðslu- og markaðsmálanna, og var fryst-
ing fyrir Bandaríkjamarkað stóraukin. Á
þessu ári var byrjað að frysta fisk veidd-
an af togurum, aðallega karfaflök, sem
eingöngu voru seld til Bandaríkjanna, þar
til samningar voru gerðir við Sovétríkin
1953. Áður hafði karfinn verið veiddur til
vinnslu fyrir fiskimjölsverksmiðjur.
Á árinu 1953 var tekin upp sú ný-
breytni, að frysta flök í sérstakar blokkir,
sem eru sagaðar niður í skammta og
stangir, sem þvínæst eru settar í brauð-
dýfu og í mörgum tilfellum steiktar. Síð-
an er fiskinum pakkað í mjög smekk-
legar neytendaumbúðir og þarf ekki ann-
að en hita hann upp fyrir máltíðina.
Miklar vonir eru bundnar við þessa fram-
leiðslu, sem ætti að geta aukið hina litlu
fiskneyzlu í Bandaríkjunum. Þar eru
ákjósanlegustu skilyrði fyrir aukinni sölu
freðfisks, fullkomið dreifingarkerfi, 170
milljónir neytenda og kaupmáttur launa
hærri en í nokkru öðru landi.
Strax á árinu 1945 tókst sala á 2500
lestum til Frakklands, sem hefir árlega
verið kaupandi, þó að viðskiptin hafi dreg-
izt saman vegna sérstaklega hárra að-
flutningsgjalda. Á næsta ári opnaðist
markaður í Tékkóslóvakíu, sem ávallt síð-
an hefir keypt mikið magn af freðfiski.
Samtímis hófst sala til Sovétríkjanna, sem
keyptu um 54% af framleiðslu ársins
1946. Keyptu þau einnig verulegt magn
árið eftir, en eftir þann tíma tókust ekki
samningar um sölu á freðfiski fyrr en á
árinu 1953. Síðan hafa Sovétríkin verið
stærstu kaupendur að íslenzkum freðfiski
og hafa í ár keypt um 59% af heildarfram-
leiðslunni. Er enginn vafi á því, að þessi
stóri og þýðingarmikli markaður hefir ýtt
mjög undir byggingu hinna stóru nýju
frystihúsa, sem nú eru að taka til starfa.
Á árunum eftir heimsstyrjöldina þar
til 1950 keypti Holland mikið af freðfiski.
Var hér um stríðsfyrirbrigði að ræða,
matarskortur herjaði í mörgum löndum.
Þannig var seldur freðfiskur til Vestur-
Þýzkalands, Austurríkis og fleiri landa án
þess að tryggur markaður fengist. Enda