Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1959, Síða 129

Ægir - 15.12.1959, Síða 129
ÆGIR — AFMÆLISRIT 127 ai ar J°‘ 'oniion Skreið og skreiðarverkun Ritstjóri Ægis hefur beðið mig að stinga niður penna og segja eitthvað um ís- lenzku skreiðina, sem lengi hefur verið framleidd á íslandi og hefur nú hin síð- ari árin látið nokkuð til sín taka sem einn ekki lítill þáttur í útflutningsfram- leiðslu íslendinga. Orðið skreið er samnafn á ö’lum teg- undum harðfisks, hvort sem er keila, þorskur langa, ufsi o. s. frv., búkur fisks- ins eða hausinn, því eins og eldra fólkið man, voru þorskhausar ein af aðalfæðu- tegundum margra heimila. T. d. man ég, að í barnæsku minni var talsvert borðað á mínu heimili af þessu góðgæti, því góð- gæti er fiskurinn innan úr þorskhausnum ef þeir verkast vel. Skreiðin var flutt fyrr á öldum lands- fjórðunga á milli, jafnvel eru margar sagnir um skreiðarferðir frá Suðurlandi til Norðurlands um hinn forna Kjalveg norður, og þá aðallega til Skagafjarðar og Húnavatnssýsina. Hefur mér verið tjáð að fyrr á tímum hafi megnið af flutningi þessurn verið þorskhausar harðir og oftast minna af hinum harða bolfiski. Mun selstöðukaup- maðurinn í þá daga jafnan hafa viljað fá sinn hlut greiddan í góðri vöru en ekki í þorskhausum, sem þeir munu eðlilega hafa talið síðri vöru. Mun útflutningur á skreið hafa verið nokkur síðari hluta átjándu aldar og langt fram eftir þeirri nítjándu. Liggur skreiðarverkun svo niðri allt til þess tíma að Fiskimálanefnd hóf starfsemi sína 1935 og gekkst fyrir inn- flutningi á fisktrönuefni og hvatti menn til skreiðarverkunar með útflutning fyrir augum. Og verður að því vikið síðar. Flestir munu kannast við sérstakar teg- undir skreiðar, sem verkaðar hafa verið til innanlandsneyzlu, svo sem hinn fræga súgfirzka steinbítsrikling, freðýsu und- an Jökli og breiðfirzkan lúðurikling, svo nokkrar tegundir séu nefndar. En simekk- ur okkar á íslandi á skreiðinni er annar en suður í markaðslöndum. Við viljum, að ýsan hafi frosið, steinbíturinn og lúðu- riklingurinn hafi frosið á ránni. Okkur þykir hann bragðbetri og rnýkri undir tönn. Öðruvísi er því háttað með neytendur í markaðslöndunum Nigeríu, Ítalíu, Sviþjóð og Finnlandi svo þau helztu séu nefnd. Þar er frosinn fiskur talinn skemmd vara. Er óseljanleg nema helzt í Nigeríu, en sé skreiðin djúpfrosin telst það verulegur galli. Nú er innlenda skreiðin, þ. e. til neyzlu innanlands, óðum að minnka. Ég held, að það sé líka vegna þess að minni rækt er lögð við að hún falli í smekk neytendanna en áður. Þegar ég var sjómaður vestra, var ekki siður að þvo upp steinbít hvort sem hann var stykkjaður eða strengluð flökin, né heldur lúðu eða ýsu. Fiskurinn var talinn missa hið sæta bragð, ef hann var þveginn upp. Hins- vegar var siður að þvo fiskinn vel upp áður en aðgerð hófst og flatningsmenn voru jafnan með hreina vettlinga. Nú er fiskurinn allur þveginn úr vatni, og missir hann þá enn frekar bragð en ef hann væri þveginn úr sjó.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.