Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1959, Side 151

Ægir - 15.12.1959, Side 151
ÆGIR — AFMÆLISRIT 149 leyfi nr. 261). I höfuðdráttum er aðferðin fólgin í óbeinni upphitun upp í ca. 50 °C, en síðan er lifrin tætt og skilin í skil- vindu. Loks er hjá Lýsi h. f. í Reykja- vík notuð bræðsluaðferð, sem felur í sér þurrkun lifrarinnar undir vakuum, en lifrarmjölið er síðan skilið frá lýsinu með sérstöku móti. Þessi bræðsla er sú eina hér á landi, sem framleiðir lifrar- jnjöl. Yfirleitt má segja, að þróun bræðslu- tækninnar hafi gengið í þá átt, að lifrin yrði nýtt til þess ýtrasta, jafnframt því að öllum tilkostnaði er stillt í hóf af fremsta megni. Þess eru dæmi í nýjustu bræðslum landsins, að einn starfsmaður bræði 15 smál. af lifur á 8 tíma vinnu- degi og skili 98% af lýsinu, sem er í lifr- inni. Eftirspurn eftir meðalalýsi hefur stór- um minnkað á síðustu 5—10 árum. Aðal- orsök þess er samkeppni frá syntetiskum vitaminum, aðallega A-vitaminum, en framleiðsla þeirra hófst upp úr 1947. Verulegur hluti af íslenzku þorskalýsis- framleiðslunni fer því nú til iðnaðar eða er seldur sem fóðurlýsi. Hefur sú stað- reynd, að vitaminmagn í íslenzku þorska- lýsi hefur lækkað til mikilla muna á síð- asta áratug, stuðlað að þessari þróun. Sem stendur eru starfræktar 45 lifrar- bræðslur í landi og 42 í botnvörpungum. Stærsta landbræðslan er í Vestmanna- eyjum, en hún getur brætt 120 smál. af lifur á sólarhring. Fiskmjöl. Það var ekki fyrr en 1912, að fyrst voru byggðar verksmiðjur á íslandi, sem ætlað var að framleiða fiskmjöl úr fisk- úrgangi, þ. e. þorskbeinum og öðru efni, sem nú á dögum er almennt kallað mag- urt hráefni. Þessar verksmiðjur voru i Vestmannaeyjum hjá Gísla Johnsen og á Flateyri, en þar munu Þjóðverjar hafa verið að verki. Báðar þessar verksmiðjur voru útbúnar með gufuþurrkurum. A styrjaldarárunum lagðist starfræksla þeirra niður, vegna þess hve dýrt elds- neytið var, en Vestmannaeyjaverksmiðj- an, að minnsta kosti, tók aftur til starfa í stríðslok. 1928 situr enn við óbreytt ástand í þessu efni, en það ár er byggð 150 mála síldarverksmiðja á ísafirði, sem næstu ár á eftir tók að vinna blaut bein. Um svip- að leyti kemur hreyfing á verkun þurr- beina til fiskmjölsframleiðslu. Sam- kvæmt þeim heimildum, sem ég hefi að- gang að, virðist Haraldur Böðvarsson, fyrstur íslendinga, hafa prófað að gera fóðurmjöl úr hertum þorskhausum í Sandgerði. Útflutningur þurrbeina til Noregs hefst um svipað leyti. 1925 er þurrbeina- útflutningurinn 90 smál., en eykst hröð- um skrefum á næstu árum og nær há- marki 1933, er hann nam 1850 smál. Úr því fer að draga úr útflutningnum og 1939, síðasta árið, sem flutt eru út þurr- bein, er magnið ekki nema 330 smál. Ástþór Matthíasson reisti fiskmjöls- verksmiðju á Vattarnesi við Keflavík ár- ið 1925. Þarna var unnið úr nýjum bein- um og fór þurrkunin fram í kokskyntum eldþurrkara. Þessi verksmiðja brann vorið 1927, en var endurbyggð skömmu síðar sem þurrbeinaverksmiðja. Vattar- nesverksmiðjan er merkileg fyrir það, að þar virðist fyrst hafa verið notuð framleiðsluaðferð sú, sem almennt er kölluð bein þurrkun og ennþá er notuð í allflestum verksmiðjum landsins. Vestmannaeyjaverksmiðjunni var breytt árið 1926 og settir í hana kokskyntir eld- þurrkarar í stað gufuþurrkaranna, og hefir bein þurrkun verið notuð óslitið í þeirri verksmiðju síðan. Þurrbeinaverksmiðjunum fjölgaði nokk- uð á næstu árum. Þannig byggði Bern- hard Petersen þurrbeinaverksmiðju 1927 í Bjarmalandi við Reykjavík. Þá verk- smiðju keypti síðan Fiskimjöl h.f. 1929 og rak síðan í nær 20 ár. ísafjarðar- verksmiðjan hóf þurrbeinamölun 1925 eða 1926. Keypti Fiskimjöl h.f. hana einn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.