Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 151
ÆGIR — AFMÆLISRIT
149
leyfi nr. 261). I höfuðdráttum er aðferðin
fólgin í óbeinni upphitun upp í ca. 50 °C,
en síðan er lifrin tætt og skilin í skil-
vindu. Loks er hjá Lýsi h. f. í Reykja-
vík notuð bræðsluaðferð, sem felur
í sér þurrkun lifrarinnar undir vakuum,
en lifrarmjölið er síðan skilið frá lýsinu
með sérstöku móti. Þessi bræðsla er sú
eina hér á landi, sem framleiðir lifrar-
jnjöl.
Yfirleitt má segja, að þróun bræðslu-
tækninnar hafi gengið í þá átt, að lifrin
yrði nýtt til þess ýtrasta, jafnframt því
að öllum tilkostnaði er stillt í hóf af
fremsta megni. Þess eru dæmi í nýjustu
bræðslum landsins, að einn starfsmaður
bræði 15 smál. af lifur á 8 tíma vinnu-
degi og skili 98% af lýsinu, sem er í lifr-
inni.
Eftirspurn eftir meðalalýsi hefur stór-
um minnkað á síðustu 5—10 árum. Aðal-
orsök þess er samkeppni frá syntetiskum
vitaminum, aðallega A-vitaminum, en
framleiðsla þeirra hófst upp úr 1947.
Verulegur hluti af íslenzku þorskalýsis-
framleiðslunni fer því nú til iðnaðar eða
er seldur sem fóðurlýsi. Hefur sú stað-
reynd, að vitaminmagn í íslenzku þorska-
lýsi hefur lækkað til mikilla muna á síð-
asta áratug, stuðlað að þessari þróun.
Sem stendur eru starfræktar 45 lifrar-
bræðslur í landi og 42 í botnvörpungum.
Stærsta landbræðslan er í Vestmanna-
eyjum, en hún getur brætt 120 smál. af
lifur á sólarhring.
Fiskmjöl.
Það var ekki fyrr en 1912, að fyrst
voru byggðar verksmiðjur á íslandi, sem
ætlað var að framleiða fiskmjöl úr fisk-
úrgangi, þ. e. þorskbeinum og öðru efni,
sem nú á dögum er almennt kallað mag-
urt hráefni. Þessar verksmiðjur voru i
Vestmannaeyjum hjá Gísla Johnsen og á
Flateyri, en þar munu Þjóðverjar hafa
verið að verki. Báðar þessar verksmiðjur
voru útbúnar með gufuþurrkurum. A
styrjaldarárunum lagðist starfræksla
þeirra niður, vegna þess hve dýrt elds-
neytið var, en Vestmannaeyjaverksmiðj-
an, að minnsta kosti, tók aftur til starfa
í stríðslok.
1928 situr enn við óbreytt ástand í
þessu efni, en það ár er byggð 150 mála
síldarverksmiðja á ísafirði, sem næstu ár
á eftir tók að vinna blaut bein. Um svip-
að leyti kemur hreyfing á verkun þurr-
beina til fiskmjölsframleiðslu. Sam-
kvæmt þeim heimildum, sem ég hefi að-
gang að, virðist Haraldur Böðvarsson,
fyrstur íslendinga, hafa prófað að gera
fóðurmjöl úr hertum þorskhausum í
Sandgerði.
Útflutningur þurrbeina til Noregs
hefst um svipað leyti. 1925 er þurrbeina-
útflutningurinn 90 smál., en eykst hröð-
um skrefum á næstu árum og nær há-
marki 1933, er hann nam 1850 smál. Úr
því fer að draga úr útflutningnum og
1939, síðasta árið, sem flutt eru út þurr-
bein, er magnið ekki nema 330 smál.
Ástþór Matthíasson reisti fiskmjöls-
verksmiðju á Vattarnesi við Keflavík ár-
ið 1925. Þarna var unnið úr nýjum bein-
um og fór þurrkunin fram í kokskyntum
eldþurrkara. Þessi verksmiðja brann
vorið 1927, en var endurbyggð skömmu
síðar sem þurrbeinaverksmiðja. Vattar-
nesverksmiðjan er merkileg fyrir það,
að þar virðist fyrst hafa verið notuð
framleiðsluaðferð sú, sem almennt er
kölluð bein þurrkun og ennþá er notuð
í allflestum verksmiðjum landsins.
Vestmannaeyjaverksmiðjunni var breytt
árið 1926 og settir í hana kokskyntir eld-
þurrkarar í stað gufuþurrkaranna, og
hefir bein þurrkun verið notuð óslitið í
þeirri verksmiðju síðan.
Þurrbeinaverksmiðjunum fjölgaði nokk-
uð á næstu árum. Þannig byggði Bern-
hard Petersen þurrbeinaverksmiðju 1927
í Bjarmalandi við Reykjavík. Þá verk-
smiðju keypti síðan Fiskimjöl h.f. 1929
og rak síðan í nær 20 ár. ísafjarðar-
verksmiðjan hóf þurrbeinamölun 1925
eða 1926. Keypti Fiskimjöl h.f. hana einn-