Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1979, Side 27

Ægir - 01.02.1979, Side 27
Lýsishersla í 30 ár Lýsishersluverksmiðjan við Köllunarklett hefur nu starfað í 30 ár. Verksmiðjan var reist af Lýsis- samlagi íslenskra botnvörpunga og var Ásgeir eitinn Þorsteinsson verkfræðingur höfundar þess iramtaks. I árslok 1958 keypti nýstofnað hlutafélag, Hydrol •’ Þessa verksmiðju og hefur rekið hana síðan. Lrá því Hydrol hf. var stofnað hafa 5-6 menn starfað að jafnaði við reksturinn, þar af 3 frá stofnun. Tveir þeirra, Jens Skarphéðinsson og •s-jartan Waage, hafa starfað við lýsisherslu frá JJPphafi eða 30 ár og eru hinir ágætustu fagmenn v°r á sínu sviði framleiðslunnar. Lýsishersla myndi nánast flokkast undir efna- j nað. Framleiðslan er fólgin í því að breyta oðnulýsi eða öðru fisklýsi í matarfeiti. í grófum rattum má lýsa vinnslunni þannig: Ohreinsað lýsi, gjarnan loðnulýsi, er flutt að verk- Sm'ðjunni í tankbílum og dælt inni í geymslu- tanka hrálýsis sem eru 4 og taka samtals um 1.300 tonn. Or þessum tönkum er lýsinu dælt í verk- jnnðjuna til forhreinsunar. Þar eru afköstin um 2 °nn á klukkustund, en unnið er með þar til gerðum skilvindum og íblöndunartækjum sem fella út fríar fitusýrur og hreinsa burt öll óhreinindi og vatn. í beinu framhaldi fer lýsið í gegnum bleikingar- síur og útá 200 tonna geymslutank, þar sem það bíður næsta stigs framleiðslunnar, herslu. Herslan fer fram við nokkuð hátt hitastig (185° C) í þar til gerðum herslukatli. Þar er nikkel dufti og hreinu vatnsefni hrært saman við lýsið undir þrýst- ingi. Nikkelinn er hvati til samruna vetnis og lýsis, en sá samruni er nefndur mettun. Við mettunina hækkar bræðslumark lýsisins uns náð er því bræðslumarki sem óskað er, venjulega 36 - 38° C. Þetta tekur 2-3 tíma og eru 10 tonn hert í einu. í lokin er harðfeitin, sem lýsið nú heitir, kæld og síðan síuð til að ná nikkelduftinu úr. Því næst er harðfeitin bleikt með leir og notuð sitrónusýra til að fella út snefilefni (málmsölt) sem finnast í allri feiti. Lokastig þessarar framleiðslu er hreinsun til að nema brott lykt og bragð. Er það gert við rúm 200°C við lofttæmi (3-5 mm Hg) og er gufu þrýst í gegnum harðfeitina í 5 - 6 klukkustundir. Að þessu loknu er feitin síuð og er nú tilbúin til afhendingar ýmist á tunnum eða í tankbílum. ÆGIR — 71

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.