Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1979, Page 29

Ægir - 01.02.1979, Page 29
Pétur Másson: Utfærsla í 200 mílur Efnahagslegar og markaðslegar afleiðingar hennar á Norður-Atlantshafi I. Inngangur Þróun sú sem orðið hefur í fiskveiðimálum heimsins síðustu árin hefur valdið vísindamönnum á hinum ýmsu sviðum, svo sem næringarfræðingum, líffræðingum, og hagfræð- ingum, margvíslegum áhyggjum. Þó að fiskveiðar vegi heldur létt á vogarskál- unum í fæðuöflun mann- kynsins eins og er, gefur hagnýting aflans hingað til °8 möguleikar þeir sem skyldar atvinnugreinar, svo Seni fiskrækt í fersku og söltu vatni virðast búa mikilsverðar ábendingar fyrir framtíðina. Ný- e8>r spádómar Matvælastofnunar Sameinuðu Pjóðanna (F.A.O.) gefa til kynna að bein neysla lsks í heiminum jafngildi um 14% af heildar- neyslu eggjahvítuefna úr dýraríkinu. Þó að þetta Se tiltölulega lítill hluti heildarframleiðslu eggja- nvítuefna, er það mikilvæg uppspretta fæðu stórra °8 þéttbýlla svæða eins og t.d. Japans, Vestur- Vrópu og austurstrandar Norður-Ameríku. Til v'ðbótar þessum 14% koma svo önnur 10-11% frá anddýrum sem eru fóðruð á fiskmjöli og lýsi. |yfikilvægi fisks er ennfremur undirstrikað með Peirri trú manna, að eggjahvítuefni unnið úr fiski Se kostaríkara en það sem unnið er annarsstaðar *rá dýraríkinu. ^ árunum frá 1950 hefur fiskneysla farið sröðugt vaxandi, eða úr 8 kg. á mann á ári að H^ðaltali í heiminum í u.þ.b. 19 kg. á árunum um 0g eftjr j97Q Á sama tímabili hefur afli aukist sem svarar til 5% á ári, úr 21 í 70 millj. esla- Er það meiri aukning en íjölgun mannkynsins nemur á sama tíma. Gefur þetta tilefni til hug- e'ðinga um hvort hafsvæðin muni í framtiðinni Meðfylgjandi grein er bvggð áprófritgerðhöfundar til B.Sc. - prófs í stjórnunarfrœðum (Management Sciences) við tœkniháskólann í Manchester, Eng- landi, sumarið 1978. Hún birtist hér töluvert stytt, bœði í máli og að töflum. í greininni er einkum fjallað um lönd, sem liggja að Norður-Atlantshafi, og útfœrslu strandríkja á því svæði í 200 mílur. geta fullnægt stærri hluta matarþarfarinnar (sem F.A.O. áleit á Matvælaráðstefnunni 1974 að mundi aukast um 60% á komandi áratug). Slíkar hug- leiðingar virðast raunhæfar þegar tekið er tillit til þess að hafsvæði þekja um þrjá fjórðu hluta jarðarinnar og ef tillit er tekið til, að sum þeirra eru enn lítt könnuð. Tafla I. Skipting heimsaflans eftir verkunaraðferðum (í miUjónum tonna). Heildarafli .., 1970 1971 1972 197i 1974 1975 . 70,0 70,9 66,2 66,8 70,5 69,7 Til manneldis 43,5 45,4 45,8 48,2 49,2 48,7 ferskur 19,5 20,1 19,8 20,5 21,3 20,7 frosinn 9,7 10,7 11,2 12,5 12,9 12,7 saltað, reykt o.s.frv. 8,1 8,0 8,0 8,1 8,1 8,1 niðursoðinn 6,2 6,6 6,8 7,1 7,2 7,2 Til bræðslu 26,5 25,5 20,4 18,6 21,0 21,0 Bein neysla í % af heildarafla 62.1 64,0 69,2 72,2 70,2 69,9 Þrátt fyrir stöðuga fólksfjölgun i heiminum og aukna eftirspurn, hefur framboð haldist nokkuð stöðugt um 70 milljón lestir siðan á fyrstu ÆGIR — 73

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.