Ægir - 01.10.1993, Síða 32
SJÓKORT KOHJ Í? Á Oi!$LÍl$JÍI
Fyrirtœkið Radíómiðun hf. hefur gefið út geisladisk tneð sjókortum íslands og Fcereyja ásamt eli-
efu landakorhim. Diskurinn er œtlaður til notkunar í svonefndum Macsea skipstjómarbúnaði og
er unnt að fylgjast með siglingu skipsins á sjálfu sjókortinu sem birtist á skjánum. Þetta er í fyrsta
skipti sem gefinn er út á íslandi geisladiskur sem inniheldur eingöngu gögn til tölvunotkunar.
Tölvan sœkir kortið
Geisladiskurinn veitir marg-
víslega möguleika á notkun
kortanna. Þannig má nota kort-
in til þess að búa til önnur kort
og eru teiknimöguleikar Mac-
sea búnaöarins þá notaðir til
þess að teikna upp úr sjókort-
unum. Þá er unnt að kalla fram
nánast hvaða sjókort sem vera
skal með því einu að styðja á
„músarhnapp" tölvukerfisins.
Notandinn ákveður í hvaða
mælikvarða hann vill skoða
viðkomandi svæði og tölvan
sér um að sækja rétt kort. Ef
ekkert kort er til af viðkomandi
svæði stækkar næsta kort sjálf-
virkt, án þess að það komi nið-
ur á gæðurn kortsins.
Öll sjókort Sjómœlinga
Á geisladiskinum er að finna
öll sjókort Sjómælinga íslands,
þar með talin öll hafnakort sem
prentuö hafa verið í lit. Þar er
ennfremur að finna sjókort
Færeyja ásamt öllum helstu
hafnakortum. Níu landakortum
af íslandi, það er að segja lands-
hlutakortum í mælikvarðanum
1:250.000, hefur einnig verið
komið fyrir á þessari fyrstu út-
gáfu geisladisksins, svo og yfir-
litskorti í mælikvarðanum
1:500.000 og einu korti í mæli-
kvarðanum 1:100.000. Um er
að ræða alls 75 kort, en þar sem
mörg þeirra eru stækkanleg án
þess að missa skerpu verður
heildarfjöldi kortanna 133.
Kortin skoðuð í samfellu
Kortin á geisladiskinum eru
lesin inn á grafískan gagna-
grunn sem þannig er úr garði
gerður að skoða má öll kort í
einni samfellu. Þá hefur öllum
kortunum verið skeytt saman
og þar sem nákvæmari kort er
að finna eru þau skeytt inn í
stærri kortin. Þessi tækni var
fundin upp hjá Informatique et
Mer, framleiðanda Macsea, og
hefur vakið verðskuldaða at-
hygli.
Áskrifendaþjónusta
Hjá Radíómiðun er í ráði að
koma upp áskrifendaþjónustu
vegna leiðréttinga sem gerðar
eru á kortunum. Leiðrétting-
arnar verða þá annað hvort
sendar til notandans á tölvu-
disklingi eða í gegnum In-
marsat-C gervitunglasamskipta-
kerfið, beint í tölvu skipsins.
Þegar ný útgáfa af geisladiskum
verður gerð gefst öllum eigend-
um disksins kostur á að skipta
og fá nýjustu útgáfu. Til þess
að geta nýtt sér geisladiskinn
þarf sérstakan geisladiskalesara,
en hann er nú orðinn staðal-
búnaður í nýjustu Macsea
tölvunum.
Sýnishorn afskjámyndum kerfsins.
Yfir 80 íslensk skip meö búnaöinn
Radíómiðun hf. hefur allt frá árinu
1990 unnið að þróun og markaðssetn-
ingu á tölvubúnaði þeim sem nýtir urn-
ræddan geisladisk. Radíómiðun er stor
eignaraðili að franska hugbúnaðarfyrir'
tækinu Informatique et Mer sem frain-
leiðir Macsea skipstjórnarbúnaðinn og a
Kristján Gíslason framkvæmdastjóri sa?t>
í stjórn franska fyrirtækisins. Yfir áttatm
íslensk skip eru með Macsea skipstjórnar
búnað. □
442 ÆGIR OKTÓBER 1993