Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 6

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 6
stöður sínar á „gangi lífsins", ef svo mætti að orði kom- ast, og þá einkanlega á úrskurðum dómstólanna. En sá var munurinn á þeim, að Lassen leitaðist við að leiða ákveðnar almennar meginreglur út frá hinum dreifðu heimildum fyrir niðurstöðum sínum, en Ussing hafnaði þeirri aðferð að mestu, og taldi það eigi vera næg rök fyrir niðurstöðu að vitna til almennrar reglu henni til styrktar. Hann lagði áherzlu á það að athuga þyrfti hvert tilvik fyrir sig frá öllum hliðum og velja á gi-undvelli þeirra athugana þá niðurstöðu, sem bezt hentaði 1 samskiptum manna. Það hefir verið sagt, að sé þessari aðferð beitt verði starf fræðimannsins í rauninni hið sama og dómarans, með þeim mun þó, að fræðimanninum er leyfilegt að gera fyrirvara um niðurstöðu sína, kveða ekki fastar á en svo, að hún sé sennileg eða líkleg, en það leyfist dómaranum eigi. Hann verður að taka skarið af og segja svona er þetta, svona skal þetta vera. En einmitt fyrir þá sök, að Ussing beitir þessari aðferð af þeirri miklu samvizkusemi, sem honum var léð, eru rit hans svo einkar vel til þess fallin að vera dómurum til leið- beiningar. Ussing var mjög afkastamikill rithöfundur. Miklum af- köstum fylgir oft skortur á nægilegri nákvæmni og vand- virkni. En það þarf ekki lengi að lesa rit hans til þess að sannfærast um, hversu vandvirkur hann jafnan hefir verið, og rit hans öll bera í annan stað vott um undraverðan lær- dóm hans og þekkingu bæði á því, sem ritað hefir verið um efni þau, er hann fæst við, á dómum, sem að þeim lúta, og á rétti annara þjóða. Rit hans mega frekar telj- ast að vera handbækur en kennslubækur, enda þótt þau hafi verið notuð við kennslu ekki aðeins í Danmörku held- ur og annars staðar á Norðurlöndum, þar á meðal hér á landi, og reynzt vel einnig til þeirra nota. I persónulegri viðkynningu var Ussing hið mesta ljúf- menni og naut því ekki aðeins virðingar fyrir vísinda- störf sín, heldur og mikilla persónulegra vinsælda þeirra sem kynni höfðu af honum. 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.