Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 8
Lárus Fjeldsted hefur verið fai’sæll málafærslumaður og hefur skrifstofa þeirra félaga verið með stærstu málflutn- ingsskrifstofum á landinu með f jölda innlendra og erlendra viðskiptavina, þar á meðal ýmsar erlendar sendisveitir hér í Reykjavík. Auk starfs síns sem málaflutningsmaður, hafa hlaðizt á Fjeldsted fjöldi starfa bæði opinber og í sam- bandi við einkafyrirtæki. Hann hefur þannig t. d. verið í bankaráði Útvegsbanka Islands frá stofnun hans og í stjórn Sjóvátryggingarfélags fslands h.f. um fjölda ára. Formað- ur merkjadóms Reykjavíkur var hann 1930 til 1. jan. 1944 og auk þess setið í fjölmörgum nefndum. Það, sem einkennt hefur málafærslustarfsemi Lárusar framar öllu öðru, er raunsýni hans og lægni og góðvilji til allra manna, bæði starfsbræðra sinna og annarra. Hef- ur hann verið hinn mesti mannasættir í þessu þjóðfélagi. Fyrir þetta hefur hann hlotið almennt traust og virðingu og verið sæmdur fleiri innlendum og erlendum heiðurs- merkjum en nokkur annar málflutningsmaður. Á fertugs- afmæli Lögmannafélags Islands var hann ásamt Sveini Björnssyni forseta, kosinn heiðursfélagi félagsins, og sýnir það bezt hug stéttarbræðranna til þessa sæmdarmanns. Lárus er enn starfandi málaflutningsmaður og þykir því ekki hlýða að fara að skrifa neina minningagrein um hann, en Lögmannafélag Islands og tímarit þess vill ekki láta hjá líða að geta þessa heiðursdags Nestors stéttarinn- ar og óska honum til hamingju með hann og jafnframt langra og farsælla ævidaga. Lárus Jóhannesson. 70

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.