Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 12
stjórnarl. nr. 12/1927 segir, að ef hreppsnefnd vanræki
að inna af hendi lögboðnar greiðslur eða svara fyrirspurhr
um æðri stjórnvalda, geti sýslumaður lagt dagsektir við,
ef ekki er bætt úr innan ákveðins tíma. 1 2. mgr. 38. gr.
sömu laga segir: „Ef sýslunefnd virðist, að hreppsnefnd
hafi látið greiða ólögmæt gjöld, eða leitt hjá sér að fram-
kvæma einhverja ráðstöfun, sem hún er skyld til og ekki
fellur undir 30. gr., eða hún hafi á annan hátt farið fram
yfir það, sem hún hefur vald til, skal sýslunefndin sjá
um, að þessu sé kippt í lag, og ef nauðsyn ber til, getur
hún falið oddvita sínum að beita þvingunarsektum, til þess
að boðum hennar verði framfylgt, og auk þess komið fram
ábyrgð á hendur einstökum hreppsnefndarmönnum við
dómstólana“. Benda má enn fremur á 7. gr. 1. 34/1946 um
.fræðslu barna og 14. gr. 1. 48/1946 um gagnfræðanám,
en í báðum þeim tilvikum er um að tefla skyldu til skóla-
sóknar eða innritunar í skóla. Um sérstaka verkskyldu er
og að tefla eftir 1. 13/1905 § 6.
1 þeim tilvikum, sem yfirvöldum er hér heimilað að
beita févíti, er oftast nær um að ræða athöfn eða skyldu,
sem ekki er í færi annarra en hlutaðeigandi aðila að inna
af hendi. Þvingunaráhrif févítis eru að vísu ekki í eðli
sínu bundin við slík tilfelli. Þegar aðrir en skylduþegn
geta innt þá skyldu, sem yfirvaldsboð lýtur að, af hendi,
þykir samt sem áður réttara að beita öðrum aðgerðum,
svo sem að leyfa yfirvaldi að láta vinna verk á kostnað
skylduþegns.
Upphæð févítis skiptir miklu um áhrif þess. En þess
ber að gæta, að fyrir hið opinbera getur févítið aldrei
orðið ígildi þess, að skyldu sé gegnt. Þess vegna verður
að haga ákvörðun févítis og upphæð þess svo, að það
sé fallið til að vinna bug á óhlýðni eða mótþróa skyldu-
þegns.
1 öllum lagaboðum um févíti samkvæmt yfirvalds ákvörð-
un — að tveimur eða þremur undanskildum — er um að
ræða dagsektir. Samkvæmt 1. 9/1882 § 4 er um vikusektir
að tefla. Févíti eftir hlutafélagal. 77/1921 § 52 getur verið,
74