Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 17

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 17
ustu, yrði févítisákvörðun sennilega dæmd ógild? Sé skyld- unni ekki fullnægt innan tilskilins tíma, byrja dagsektir að falla á. Samkvæmt þessu er ekki nægilegt, að gefa út almenna áskorun eða tilkynningu, þar sem öllum viðkom- andi aðilum væri boðið að fullnægja tiltekinni skyldu inn- an ákveðins tíma að viðlögðu févíti. Fjármálaráðherra gæti t. d. ekki gefið út opinbera tilkynningu í útvarpi og blöðum, þar sem öllum kaupgreiðendum í ákveðnum kaup- stað væri boðið að gefa skattstjórnaryfirvöldum innan ákveðins tíma upplýsingar um kaupgreiðslur að viðlögðum dagsektum, sbr. 34. og 51. gr. skattal. Samkvæmt nefndu lagaboði verður fjármálaráðherra að kveða upp úrskurð um hvert einstakt tilvik, og þann úrskurð verður síðan að kunngera viðkomandi kaupgreiðanda. Þetta segir að vísu ekki beinlínis í tilvitnuðum lagagreinum. Eigi er heldur nein almenn regla í settum lögum um þetta efni. Samt sem áður verður að líta svo á, að áðurgreind meginregla gildi.1) Á hún stoð í nokkrum einstökum lagaákvæðum. 1 5. gr. 1. 12/1922 segir, að lögreglustjóri geti tiltekið sekt- ina í bréfi til hlutaðeiganda. Sams konar fyrirmæli er í 2. mgr. 8. gr. 1. 53/1935. 1 30. gr. sveitarstjórnarl. segir: „Slíkar sektir má tiltaka í ábyrgðarbréfi til oddvita, en ekki mega þær falla á fyrr en svo langur tími er liðinn frá dagsetningu bréfsins, að hæfilegt sé til þess að bæta úr því sem átalið var“. Samkvæmt 1. 63/1937 § 39 má tollstjóri ákveða þargreindar dagsektir í bréfi til viðkom- anda. I I. 67/1952 var sagt, að lögreglustjóri gæti tiltekið dagsektirnar með bréfi til hins brotlega, sbr. 2. mgr. 6. gr. þ. 1. Auk þess virðist áður nefnd regla í beztu sam- ræmi við hlutárins eðli, enda eru mestar líkur til að mark- miði févítis verði náð með þeirri skipan. Það er óneitanlega í því fólgið mikið öryggi fyrir skylduþegn að fá þannig sérstaka tilkynningu um févítið. Þar með fær hann aðvörun og áminningu. Það á þannig 1) Sbr. Fahlbeck: Förvaltningsrattsliga studier, bls. 57. 79

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.