Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 22
ákvæðum er þó mælt svo fyrir, að aðili „skuli“ sæta dag-
sektum, sbr. 1. mgr. 19. gr. 1. 35/1950, 2. mgr. 5 gr., 1.
28/1950, eða að tiltekin vanræksla varði févíti, sbr. 4. gr.
1. 9/1882, 7. gr. 1. 34/1946 og 14. gr. 1. 46/1046. I slíkum
tilvikum er eftir orðanna hljóðan skylt að beita févíti.
Sá skilningur er þó hæpinn. Sé á annað borð litið svo
á, að í slíkum lagaákvæðum sé um févíti að ræða, virðist
eðlilegra að skýra þau í samræmi við aðalregluna. Hitt
er annað mál, að í sumum þessara tilvika kann niður-
staðan að verða sú, að fremur sé um að tefla refsingu en
eiginlegt févíti, sbr. 4. gr. 1. 9/1882, 7. gr. 1. 34/1946 og
14. gr. 1. 46/1946. Þó er þetta vafasamt, einkanlega að því
er varðar tvö hin síðarnefndu. Vegna reglunnar um niður-
fellingu áfallsins en óinnheimts févítis, þegar skyldu er
gegnt, hefur það raunhæfa þýðingu, hvort um er að ræða
refsingu eða févíti.
Févíti og refsing geta farið saman.1) Þær réttarvörzlu-
tegundir útiloka ekki hvor aðra. Þetta er berum orðum
sagt í nokkrum lögum, sbr. t. d. 38. gr. sveitarstjómarl.,
52. gr. skattal., 52. gr. 1. 37/1948 um brunavarnir og 2.
mgr. 5. gr. 1. 28/1952 um gjald af kvikmyndasýningum.
En þótt þvílíkum skýlausum lagastöðum sé ekki til að
dreifa, verður að telja að beita megi saman févíti og refs-
ingu, t. d. refsisekt, ef lög heimila hvortveggju þessi við-
urlög. Hlutaðeigandi yfirvald hefur þá á valdi sínu að
beita févítinu, en refsingin er komin undir handhöfum
ákæruvalds og dómstólum. Þótt févíti sé samkvæmt áður-
sögðu úr sögunni, þegar hinni lögboðnu skyldu er full-
nægt, fellur refsisekt ekki niður.
Oftast nær er það þó svo, að sérstök refsing er eigi lögð
við vanrækslu þess verknaðar, sem févíti er ætlað að knýja
fram. Þar á févíti að nægja til verndar þeim hagsmunum,
sem bundnir eru við það, að unnar séu þær athafnir —
1) Sama regla í Danmörku, sbr. P. Andersen, bls. 542. Gagnstæð regla
gildir í Svíþjóð og Finnlandi, sbr. Ekelöf, bls. 149 og áfram og Fahlbeck,
bls. 52 og áfram, sem báðir virðast gagnrýna þá skipan.
84