Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 23
skýrslugjafir, upplýsingar o. s. frv. — sem um er að
tefla.
Refsiregla stuðlar að ákveðinni siðaskoðun almennings.
Févíti hefur miklu síður áhrif í þá átt, en févítisákvæði
geta þó haft almenn varnaðaráhrif.
VII.
Févíti verður ekki beitt, ef útilokað ei*, að það geti haft
þvingunaráhrif á skylduþegn vegna persónulegra ástæðna
hans, svo sem vegna æsku hans eða andlegra annmarka.
Það er t. d. augljóst, að févítishótun getur engin áhrif
haft á athafnir ungbarna eða fábjána. Þessa er að vísu
ekki getið í viðeigandi lagaákvæðum, en leiðir af mark-
miði févítis og verður að telja þegjandi undirskilið. Mun
um þetta efni yfirleitt mega beita 14., 15. og 16. gr. alm.
hegnl. með lögjöfnun. Sjálfsagt væri stundum hægt að
bjóða lögráðamanni að gera viss skil f. h. skjólstæðings
síns að viðlögðu févíti, t. d. gefa skýrslu samkv. 34. gr.
skattal., sbr. 51. gr. s. 1. um kaupgreiðslur þeirra manna,
sem unnið hafa hjá fyrirtæki, sem er eign ólögráða manns.
Slíkt févíti mætti sennilega innheimta með aðför í eign-
um hins ólögráða aðila, en hann ætti þá aftur bótarétt á
hendur lögráðamanni.1)
Saknæmisstig skiptir ekki máli, þegar um févíti er að
ræða. Févíti verður jafnt beitt, hvort sem það, að skyldu
er ekki gegnt, byggist á ásetningi skylduþegns eða gáleysi.
Sumir fræðimenn álíta jafnvel, að sök hjá skylduþegni
sé ekki forsenda févítis, nema þess sé sérstaklega getið í
lögum.2) Og hvað sem um það er almennt, þá er víst, að
févíti má beita, þótt vanræksla sé skylduþegni ósaknæm,
ef hún á rætur sínar að rekja til hirðuleysis eða yfirsjóna
1) Sbr. P. Andersen bls. 541.
2) Sbr. Fahlbeck, tilvitnað rit bls. 67. Sbr. hins vegar hér ummæli Magn-
úsar Guðmundssonar atvinnumálaráðh. í sambandi við 30. gr. sveitarstjórn-
arl., Alþt. 1927 A deild bls. 41: („Og ég lít svo á, að jafnan, þegar það
upplýsist, að hlutaðeigandi, sem sektaður hefir verið, ætti ekki sök á drætt-
inum, myndi sýslumaður fella burt sektina").
85