Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 24
starfsmanna hans eða vandamanna, sem átt hefðu að sjá um að verk væri af hendi innt.1) Breytingar á högum skylduþegns geta valdið því, að úrskurðað févíti falli niður, og að févítishótun verði ekki lengur stefnt að honum. Þannig kemur févítisúrskurður ekki til framkvæmda, ef skylduþegn andast, verður vit- stola eða lætur af starfi því, er kvöð fylgdi, t. d. fer úr sveitarstjórn, sbr. 30. og 38. gr. sveitarstjórnarl. Þótt févíti sé áfallið, fellur það niður, þegar slíkar breytingar verða á högum skylduþegns, enda sé það ekki þegar inn- heimt.2) Spurning er, hvort févíti verði beitt gagnvart ópersónu- legum aðila, svo sem félagi eða stofnun Að sjálfsögðu má úrskurða févíti á hendur stjórn félags eða stofnunar, hvort heldur er einstökum stjórnarnefndarmönnum eða þeim öllum í sameiningu. Févíti á hendur stjórn eða fram- kvæmdastjórum félags eða stofnunar er alla jafna væn- legra til árangurs en dagsektir gagnvart stofnun eða félagi sjálfu. Samt getur févíti á hendur ópersónu- legum aðila haft verkun, enda þótt afplánun komi ekki til greina í því tilfelli. Flest þau lagaboð, sem fjalla um févíti samkvæmt yfirvalds ákvörðun, eru þannig orðuð, að útilokað er eftir þeim að beita févíti gagnvart ópersónuleg- um aðila. Sé enga leiðbeiningu að finna í lögum um þetta atriði, verður að ætla, að viðkomandi yfirvald geti að því leyti til hagað álagningu févítis eftir því, sem bezt á við í hverju falli — lagt févítið á einstaka stjórnarmenn, á stjórnarnefnd eða framkvæmdastjórn í sameiningu eða á stofnunina eða félagið, sbr. Hrd. XIV bls. 339, en í því tilviki, sem þar var um að tefla, var húseigandi hlutafé- lag, og voru dagsektir lagðar á það en ekki á stjórn þess.3) 1) Sbr. P. Andersen bls. 541. 2) Sbr. Fahlbeck, tilvitnað rit, bls. 65. 3) Sama regla virðist talin gilda í Danmörku, sbr. P. Andersen bls. 542. 86

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.