Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 26
30. gr. frumvarpsins. Er einkennilegt, að þetta skyldi ekkí bera á góma, ekki sízt fyrir þá sök, að frumvarpinu að sveitarstjórnarl. var annað frumvarp samferða, bæði á alþingi 1905 og 1927 — frumvarp til fátækralaga — og var náið samband á milli þessara frumvarpa. En í fátækral. var einmitt hliðstæð heimild til févítis, en þar var beint úr því skorið, hvert það févíti skyldi renna. Dagsektir sam- kvæmt þeim lögum skyldu renna í sýslusjóð eftir ákvæði sýslumanns, eða í landssjóð eftir ákvæði stjórnarráðsins, ef bæjarstjórn var sek, sbr. 68. gr. 1. 44/1905 og 57. gr. 1. 43/1927. Ekki virðist hafa kveðið mikið að því, að hér um rædd- um ákvæðum sveitarstjórnarl. hafi verið beitt, a. m. k. hefur, þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan, reynzt ókleift að fá nokkrar upplýsingar um framkvæmd þeirra. Er því óvíst, hvernig ákvæði þessi beri að skilja. Sams konar óvissa getur komið til greina í öðrum þvílíkum tilfellum, þar sem fullnasta skyldunnar, sem þvinga á fram, er í þágu sveitar- eða sýslufélaga eða einstakra ríkisstofnana. Um þetta vafaatriði verður enginn úrskurður kveðinn upp hér. En heldur er þó líklegra, að févítið yrði látið renna í ríkissjóð, a. m. k. ef viðkomandi lagaákvæði eru eldri en einkamálalögin, því að dagsektir, er dæmdar voru fyrir gildistöku þeirra, runnu í ríkissjóð samkvæmt N. L. 1— 5—15 og 1—22—48, sbr. Hrd. IX bls. 399. IX. I nokkrum þeim lögum, sem geyma ákvæði um févíti samkvæmt yfirvalds-ákvörðun, er tekið fram, að févítið megi taka lögtaki, sbr. 52. gr. 1. 77/1921, 15. gr. 1. 30/1921 og 30. gr. sveitarstjórnarl. í 54. gr skattal. segir svo: „Sektir samkvæmt lögum þessum renna í ríkissjóð og má innheimta þær með aðför“. Tekur það fyrirmæli vafa- laust einnig til dagsekta. I 39. gr. 1. 63/1937 er mælt svo fyrir, að aðför megi gera í eignum sökunauts til innheimtu þeirra sekta, sem þar er rætt um. I öðrum tilvikum er ekki kveðið á um það í viðkom- 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.