Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 30
231, að fljótt hafi orðið að venju, í hvaða hlutfalli menn greiddu féð „enda munu forráðamenn bæjarins í kyrrþey hafa jafnað gjaldinu niður og tilkynnt þeim (gjaldendum) það í hljóði“. Föst skipan komst ekki á þessi mál fyrr en með setningu „Instrux for Reykjavigs Repræsentanter“ frá 4. nóvember 1836.1) Ákvæði hennar eru sniðin eftir danskri tilskipun frá 15. okt. 1817, varðandi einstöku danska kaupstaði. Samkvæmt 4.—5. gr. tilskipunarinnar frá 1836 skyldi bæjargjaldkeri og matsmenn undirbúa niðurjöfnun, en bæjarfulltrúar yfirfara hana síðan til endanlegrar af- greiðslu. Niðurjöfnun var þá tvenns konar. I fyrsta lagi var fasteignagjald, sem var lagt misjafnlega á húsin eftir stærð þeirra og gerð. I nefndaráliti á Alþingi 1845 út af frumvarpi um Reykjavíkur bæjarmálefna stjórn2 3) er sagt, að þá sé „hér um bil helmingi af öllum þeim útgjöldum, sem jafnað er niður á alla gjaldendur í lögsagnarumdæmi kaupstaðarins, lokið af eigendum timbur. og steinhúsa í bænum eftir ferhyrningsummáli húsanna". I öðru lagi var svo jafnað niður á bæjarbúa, „eftir efnum og ástandi“, því, sem vantaði, þegar fasteignagjöldin höfðu ver- ið lögð á. Ekki voru í tilskipuninni frá 1836 settar neinar leiðbeiningarreglur um, hvernig meta skyldi „efni og ástand“, heldur hafa bæjaryfirvöldin haft frjálsar hend- ur um það, að öðru leyti en því, sem leiddi af 5. gr. til- skipunarinnar um yfirumsjón amtmanns. Við þetta stóð þar til tilskipunin frá 4. nóv. 1836 var numin úr gildi með reglugerð frá 27. nóv. 1846 um stjórn bæjarmálefna í kaupstaðnum Reykjavík.2) Samkvæmt 19. gr. reglugerðarinnar skyldi jafna þriðjungi af þeim tekj- um, sem þurfti til útgjalda bæjarstjórnarinnar, niður á byggingar bæjarmanna með þeirri aðferð, „sem áður hafði tíðkazt", en hinum tveim þriðjungunum skyldi jafna niður 1) Lovsamling for Island, X bd., bls. 799—806. 2) Alþt. 1845, bls. 267—263. 3) Lovsamling for Island XIII, bls. 522—535. 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.