Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Qupperneq 32
/
Með lögum nr. 86, 22. nóv. 1907 um breytingu á tilskipun-
inni frá 1872 um bæjarstjórn í Reykjavík, 9. gr., er niður-
jöfnunarnefnd heimilað að krefjast þess, að borgarar bæj-
arins sendi henni, „á þar tilgjörðum eyðublöðum, skýrslur
um árstekjur sínar og aðrar upplýsingar um efni þeirra
og ástæður“. 1 frumvarpinu til þessara laga var ákvæði
um sektir við því að senda ekki slík framtöl, en í meðferð
Alþingis var það ákvæði fellt burt af þeirri ástæðu, að
niðurjöfnunaraefnd hefði „umsvifameira meðal“ til að-
halds í þessu efni, þar sem hún gæti áætlað mönnum tekjur,
ef þeir sendu ekki skýrslur.1)
Með lögum um útsvör, nr. 46, 15. júní 1926, eru fyrst
settar leiðbeiningarreglur um það, hvernig niðurjöfnunar-
nefnd skuli meta efni og ástæður, sbr. IV. kafla laganna.
Þær leiðbeiningarreglur, sem þar eru gefnar í 4. gr., eru í
öllum atriðum þær sömu og eru í núgildandi útsvarslögum.
I athugasemdum um frumvarpið2) segir svo viðvíkjandi
reglunni um efni og ástæður: „Þessari reglu er almennt
haldið í frumvarpi þessu. Hún er gamalreynd og hefur
yfirleitt gefizt vel. Það þykir því eigi ástæða til að víkja
frá henni---------“. Skv. 18. gr. laga, nr. 46/1926 skal
niðurjöfnunarnefnd eiga aðgang að framtölum manna til
tekju og eignaskatts, en með lögum nr. 36, 4, júní 1924 um
bæjargjöld í Reykjavík, var skattstjórinn í Reykjavík, sbr.
1. nr. 84, 30. nóv. 1921 um ákvörðun tekju- og eignaskatts
í Reykjavík, gerður af formanni niðurjöfnunaraefndar, og
var sú skipun á þar til með lögum nr. 17, 15. maí 1942
um breytingu á lögum nr. 106/1935 um útsvör, að svo var
ákveðið, að bæjarstjórn Reykjavíkur kjósi formann hennar.
Með lögum nr. 86, 22. nóv. 1907 um breytingu á tilskipun
frá 20. apríl 1877 um bæjarstjórn í Reykjavík, 7. gr., var
heimilað að fjölga nefndarmönnum í niðurjöfnunarnefnd.
Ákvæði um aðgang að framtölum og um fjölgun nefndar-
manna eru gerð til að tryggja sem bezta framkvæmd á
1) Alþt. 1907 A. Þskj. 55. B. d. 2541.
2) Alþt. 1926. Þskj. 15, bls. 128.
94