Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 33
mati nefndarinnar á „efnum og ástæðum“, en skipta að öðru leyti ekki máli í þessu sambandi. Með setningu laga nr. 46/1926 er í rauninni komið að því stigi, sem núgildandi útsvarslög nr. 66/1945 standa á og vikið verður að nánar hér á eftir. Ef litið er á þá þróun, sem orðið hefur samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, þá er hún mjög skýr og einföld. Þegar það kom í ljós, að þær tekjur, sem í upphafi voru lagðar til Reykjavíkurbæjar, hrukku ekki fyrir útgjöldum, var fyrst gripið til frjálsra framlaga af hálfu bæjarbúa, sem brátt urðu að föstu gjaldi, sem bæjaryfirvöldin álitu, að viðkomandi borgari væri fær um að inna af hendi. Síðan komu fastar reglur, eftir danskri fyrirmynd, um niður- jöfnun útsvara. Bæjaryfirvöldin sjálf hafa í fyrstu þessa niðurjöfnun á hendi, en síðan er hún falin sérstakri niður- jöfnunarnefnd. Tilgangurinn með þessari álagningarað- ferð er að komast sem allra næst því, hvert sé gjaldþol hvers einstaks borgara.1) Fjöldi gjaldenda er lengi ekki meiri en svo, að niðurjöfnunarnefndarmenn höfðu nokkurn persónulegan kunnugleika af hag hvers gjaldanda. En eftir að gjaldendunum fjölgar að ráði, er niðurjöfnunar- nefnd heimilað að krefjast skýrslna af gjaldendum um efni þeirra og ástæður, og loks urðu hin almennu framtöl til tekju- og eignaskatts heimild fyrir niðurjöfnunarnefnd- ina. Enn fremur var tala niðurjöfnunarnefndarmanna breytileg, eftir því sem talið var að þyrfti á hverjum tíma, til að nefndin gæti unnið störf sín. Sá aðili, sem lagt hefur á útsvar, hvort sem var skv. til- skipuninni. frá 4. nóv. 1836 eða skv. tilskipuninni frá 20. apríl 1872 og síðari lögum, hefur haft óbundnar hendur um mat á „efnum og ástæðum" með þeirri takmörkun, sem leitt hefur af fyrirmælum laga um útsvarsskyldu og um kærurétt gjaldanda til þeirra aðila, sem til þess hafa verið settir að lögum á hverjum tíma að úrskurða slíkar kærur. Á þessu hefur engin breyting orðið allt frá því, að elztu 1) J. Hartvig Jacobsen: Skatteretten, bls. 300. 95

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.