Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 56
Eigandi víxils. — Handhöfn víxils. Lögmaðurinn M. stefndi I. til greiðslu víxils eins, sem I. hafði samþykkt. Kom M. fram sem eigandi víxilsins, en hann hafði verið framseldur eyðuframsali. Við rannsókn málsins lýsti M. því yfir, að hann ætti ekki víxilinn, heldur nafngreindur þriðji maður. I. var sýknaður af kröfu M. um greiðslu víxilskuldar- innar, þar sem sannað var, að hann var ekki eigandi þess réttar, er hann krafðist sér til handa. (Dómur B.þ.R. 31/1 1952). Skyldur vörzlumanns. — Fyrning. 1 júnímánuði 1940 sendi firmað M. á Italíu hingað vefn- aðarvöru með íslenzku skipi. Engin skilríki fylgdu vörunni um, hver væri viðtakandi hennar hér, en allt samband milli Islands og Italíu rofnaði um þessar mundir vegna styrj- aldar. Afgreiðslumaður skipsins hér, G., tók vörur þessar og kom þeim í geymslu. Á árinu 1943 fékk G. dómkvadda menn til að meta vörur þessar til verðs. Matsmenn verðlögðu þær með hliðsjón af verði líkra vara frá Italíu á fyrri hluta árs 1940. Vörurnar voru síðan tollafgreiddar með þessu verði og það samþykkt af verðlagsyfirvöldum. Ráðstafaði G. síðan vörunum á matsverðinu. Eftir stríðslok, er farið var að athuga um þetta mál, vildi G. greiða M. matsverðið að frádregnum tolli og geymslukostnaði. Var mál höfðað til heimtu þessa fjár á árinu 1949. Talið að krafa þessi væri ekki fyrnd, þar sem hún byggð- ist á ólögmætum verknaði G. Enginn gætti hagsmuna M. við fyrrgreint mat, og mats- verðið var ekki miðað við gangverð á þeim tíma, sem það fór fram, en verðlag hafði hækkað mjög frá því á árinu 1940. Matið var ekki talið bindandi fyrir M. og það talið ólögmætt af G. að ráðstafa vörunum á matsverðinu. Rétt hefði verið af G. að setja vörurnar á opinbert uppboð. G. 118

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.