Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 62
Mjög er erfitt að áætla, hve margra lögfræðinga sé þörf árlega, því að lögfræðiþekking kemur eins og kunnugt er að góðu haldi á fleiri sviðum en þeim, sem gera hana að skilyrði fyrir starfi. Af hálfu Orators — Félags laganema — hefir f jöldi nú- lifandi íslenzkra lögfræðinga verið talinn. Reynist talan nú 857. Fróðlegt gæti verið, ef einhver vildi rannsaka hver aldurs- og starfsskiptingin er. FÉLÖG LÖGFRÆÐINGA. Því miður er ekki til neitt almennt félag lögfræðinga né heldur allsherjar samband. En nokkur félög lögfræðinga eru þó starfandi. Til fróð- leiks er rétt að rifja upp hver þau eru: 1. Lögmannafélag Islands er elzta félag íslenzkra lögfræðinga, og hefur reyndar lengst af að ýmsu leyti gengt hlutverki, sem raunar væri hlutverk almenns félags m. a. staðið að útgáfu þessa rits. Félagið er þó að lögum og í eðli sínu fyrst og fremst hags- munafélag málflytjenda. Stjórn þess skipa nú: Formaður: Lárus Jóhannesson hrl. Gjaldkeri: Egill Sigurgeirsson hrl. Ritari: Ágúst Fjeldsted hdl. 2. Félag héraösdómara er, eins og nafnið bendir til, sér- félag héraðsdómara til hagsmunagæzlu stéttarinnar og annars er henni má verða til þrifa. Stjórn þess skipa nú: Formaður Jón Steingrímsson sýslumaður. Meðstjórnendur: Sýslumennirnir Guðmundur I. Guðmundsson, Júlíus Havs+°en og Páll Hall- grímsson svo og Torfi Hjartarson tollstjóri. 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.