Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 66

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 66
Erlendar bækur. Nokkrir kaupendur hafa látið í ljós ósk um að rit þetta segði frá helzlu bókum, er út koma erlendis um lögfræðileg efni, og þá einkum norrænum. Reynt mun að verða við þessum óskum, eftir því sem efni standa til, og þá byrjað á því að geta nokkurra danskra bóka, er út hafa komið á árunum 1950—1953. 1. EINKAMÁLARÉTTUR. SJÓ- OG FÉLAGARÉTTUR. ,,Aftaler“, eftir próf. H. Ussing, þriðja útgáfa, kom út 1950. Er að mestu óbreytt frá 2. útg., en þó samræmd því, sem nýtt hefur komið fram. Bókin er, eins og kunnugt er, notuð við kennslu í Lagadeild Háskólans. „Ejendomsretten“, eftir próf. em. Fr. Vinding-Kruse. I—III, þriðja útg., kom út 1951, samræmd nútímanum. „Haandbog i færdsels og motorlovgivning", eftir Bjarne Fradsen landsd. önnur útg. 1952 og er nýjunga getið. „Haandbog for dirigenter“, eftir H-R Krenchel. önnur útgáfa var gefin út 1951 af dr. jur. Paul Meyer. „Personretten“, eftir próf. 0. A. Borum, þriðja útg., kom út 1953 nokkuð breytt. „Lov om Forsikringsaftaler med kommenter“, eftir A. Drachman-Benson forseta hæstaréttar og Knud Christen- sen forstjóra. önnur útg. (1. hluti § 1—58) kom út 1952. Þessi bók er mjög þörf íslenzkum starfandi lögfræðingum síðan lög nr. 20/54 um vátryggingasamninga fengu gildi hér. Lögin eru, eins og menn vita, samhljóða dönsku lög- unum. Þrjár mjög fróðlegar doktorsritgerSir má nefna: Naboretlige studier, eftir 0. K. Magnussen yfird.l. og lektor (1950). Vejenes retsforhold, eftir E. A. Abitz landsd. (1950). Og „Restitutioner“. Et bidrag til undersögelsen af berigelses grundsetningen i dansk og fremmed ret“, eftir próf. Anders Vinding-Kruse (1950). Arveretten er ný bók eftir 0. A. Borum prófessor. Hún kom út 1950. Bókin er notuð til kennslu hér við Laga- deildina. .. - Frh.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.