Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 10
ið fram, að þingræði skuli vera, heldur hefur það verið leitt af ákvæðum stjórnlaganna, einkanlega því fyrirmæli, sem þó var fyrst berum orðum tekið fram í stjórnar- skránni frá 1920, að stjórnskipulagið skyldi vera þing- bundin konungsstjórn. Og 1944 var því breytt í: „Island er lýðveldi með þingbundinni stjórn". Hér hafa fleiri á- kvæði stjórnarskrárinnar þýðingu, en það yrði of flókið mál og langt að rekja þau að þessu sinni. Endahefurenginn ágreiningur verið um þá tilætlan allt frá gildistöku stjórn- skipulaganna frá 1903, að hér skyldi vera þingræði, þó að alla skilgreiningu á, hvað í því hugtaki felst, vanti í stjórn- lög landsins og önnur lagaákvæði. Hins vegar er hugtak- ið auðvitað skýrt í stjórnlagafræðinni og er meginregla þessu sögð sú í þeirri kennslubók, sem lengst hefur verið notuð í þeirri fræðigrein hér við háskólann,aðengan skyldi skipa ráðherra, nema hann hafi stuðning meirihluta lög- gjafarþingsins." Þessi stjórnarháttur var upptekinn hér 1. febrúar 1904, þegar hinn fyrsti innlendi ráðherra Is- lands tók við embætti, og þeim hætti hefur átt að fylgja síðan. Um það liefur hins vegar verið deilt, hvort svo hafi ætíð verið gert og þingræðið hafi verið rétt framkvæmt. Ekki er tiltökumál, þó að ýms vafa-atriði hafi vaknað, þar sem hugtakið er harla óákveðið, og sem sagt sjálft ekki einu sinni berum orðum nefnt í stjórnarskránni. Því meira er um það vert að athuga, með hverjum hætti framkvæmd þingræðisins hefur orðið hér á landi. Ef og að svo miklu leyti, sem fastar venjur hafa komizt á, verður að telja þær bindandi um framtíðina á meðan bókstaf stjórnarskrárinnar er ekki breytt eða fyllri ákvæði sett þar en nú eru um þessi efni. Og jafnvel þótt ekki sé um fasta venju að ræða hafa fordæmin mikla þýðingu til leið- beiningar. Um skipun ráðherra er svo kveðið á í stjórnarskránni. að fcrseti og áður konungur, skipi þá, að sjálfsögðu með atbeina, meðundirskrift og á ábyrgð ráðherra. En úr því 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.