Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 19
hafði aldrei haft meiri hluta á þingi heldur var beint mynduð sem minnihlutastjórn. Þeir ráðherrar, sem áður höfðu meiri hluta en létu af völdum eftir samþykkt van- trauststillögu, voru Hannes Hafstein 1909 og Björn Jóns- son 1911. Hin raunverulega ástæða til þess, að Hannes lét af völdum, var ósigur hans í kosningunum 1908 og mundi nú þykja eðlilegt, að stjórn segði þegar af sér eftir slík kosningaúrslit, en Hannes kaus að bíða vantrausts. Hann hafði aftur á móti sjálfur hinn háttinn á, eftir að kosning- arnar 1914 höfðu gengið á móti honum og lá afsögn hans þá fyrir, þegar Alþingi kom saman til fundar. Björn Jónsson var þar á móti lentur í minni hluta í sínum eigin floklci, en neitaði þó að víkja nema fyrir van- trausti. Má og segja, að ekki reyndi fyllilega á andstöð- una gegn honum, nema svo væri farið að, enda mun at- kvæðagreiðslan í þinginu hafa reynzt honum hagstæðari en áður, því að meiri hluti flokksmanna hans í neðri deild greiddi atkvæði á móti vantraustinu, þó að það væri sam- þykkt þar með yfirgnæfandi meiri hluta, þegar hinir fyrri stjórnar-andstæðingar bættust við þá, sem nú snerust á móti ráððherra. Eins og fyrr segir eru þessar tvær fyrstu vantrauststil- lögur hinar einu, sem hafa náð samþykki þangað til 1950. Má þó segja, að litlu hafi munað, að tillaga, sem neðri deild samþykkti gegn Hannesi Hafstein 1913 með 13 at- kvæðum gegn 11 nálgist mjög vantraust, þar sem „deild- in telur framistöðu ráðherra í lotterímálinu mjög að- finnsluverða; en tekur þó fyrir næsta mál á dagskrá í því trausti, að slíkt komi ekki fyrir aftur“. Ráðherra lýsti því þó þegar yfir, að hann mundi ekki taka tillöguna sem van- traustsyfirlýsingu og því ekki segja af sér, þótt hún yrði samþykkt. Greinilegri tillaga í þá átt var ekki flutt á þinginu, svo að augljóst er, að ekki var ótvírætt fylgi til þess að fella ráðherrann. Svipuðu máli gegnir um sam- þykkt neðri deildar gegn stjórn Jóns Þorlákssonar 1927, sem fyrr getur. 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.