Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 27
armönnum og Sjálstæðismönnum. Þar sem hinir síðar- töldu höfðu hlotið 43,8% kjósenda við kosningar 1931, var lýðræðis-stuðningur hennar ótvíræður og högguðu úrslit kosninganna 1933 út af fyrir sig honum ekki, þó að Fram- sóknarflokkurinn segði þá á næsta þingi upp hollustu við stjórnina. Við kosningarnar 1934 fékk Alþýðuflokkurinn 21,7% atkvæða, Framsóknarflokkurinn 21,9%, Kommúnista- flokkurinn 6%, Sjálfstæðisflokkurinn 42,3%, Bændaflokk- urinn 6,4%, utan-flokkamenn 1% og Þjóðernissinnar 0,7%. Með stuðningi utanflokkamanns og eins úr Bænda- flokknum tókst Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum að ná stjórn-hæfum meiri hluta á Alþingi, en greinilegt virðist, að andstöðuflokkarnir hafa þá verið í meiri hluta meðal þjóðarinnar. Sameiginlegur meiri hluti Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks á Alþingi hélst við kosningarnar 1937, en þá hafðí Alþýðuflokkurinn 19% atkvæða kjósenda og Framsóknar- flokkurinn 24,9% eða samtals 43,9%. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk hins vegar 41,3%, Kommúnistaflokkurinn 8,5%f Bændaflokkurinn 6,1% og Þjóðernissinnar 0,2%. Stjórn- ar-andstöðu-flokkarnir voru því í ótvíræðum meiri hluta hjá kjósendum, þótt þeir væru í minni hluta á Alþingi. Þetta gerbreyttist við það, þegar Sjálfstæðismenn og Al- þýðuflokksmenn gengu í stjórn Iiermanns Jónassonar vor- ið 1939, og hvarf efi á lýðræðis-bakhjarli stjórnarinnar út af fyrir sig ekki við það, þótt Alþýðuflokkurinn hyrfi úr henni 1942. Sú stjórn fór hins vegar frá völdum vorið 1942 og tók við stjórn Ólafs Thors, sem naut stuðnings Sjálfstæðisflokks og hafði fyrir fram tryggt sér, að Al- þýðuflokkur og Sameiningarflokkur alþýðu mundu verja hana vantrausti fram yfir seinni kosningar 1942. Lýðræð- isstuðningur hennar var því ótvíræður og breyttist það ekki við sumar-kosningarnar 1942. Um lýðræðis-fylgi utanþingsstjórnarinnar var ekki að ræða, og minni-hlutastjórn Sjálfstæðismanna, er hlotið 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.