Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 41
og ekkert grænlenzkt fullveldi. Bændur Grænlands mæta ekki á allsherjarþingi fyrir Grænland og fara þar ekki með fullveldi Grænlands, utanlandsmál þess eða heildariöggjöf fyrir allt þjóðfélagið. Allri hinni gömlu, rakalausu dönsku kreddu um þetta, er hvergi átti sér nokkurn stað í heimild- um, hefur nú algjörlega verið varpað fyrir borð. Þar á móti segir danska stjórnin á öðrum stöðum, að Grænland hafi allt síðan á víkingaöld verið nýlenda eða norræn dominion, þ. e. ekki haft nokkurt pólitískt sjálfstæði, og pólitískt heyrt Islandi til, og verður síðar að því vikið. Eiríkur rauði er hinn einasti af landnámsmönnum Græn- lands, sem nokkru sinni hefur nokkur vafi leikið á að hafi verið fullgildur íslenzkur þegn og fulltrúi hins íslenzka þjóðfélags, enda þótt hann færi 982 út til þess, að bjarga þessum ísl. þegnrétti sínum. Ari fróði kallar hann full- gildan Islending fæddan hér (Islb., kap. 5). Tíminn sýnir, að þetta hlýtur svo að vera (sjá Rjettarstöðu Grænl., bls. 256 frh.). En jafnvel þótt einn landnámsmanna Grænlands hefði verið norrænn, myndi það ekki hafa haggað hinu ísl. þjóðerni landnámsins né því, að nýlendan hefði eftir hin- um forngermönsku réttarreglum hlotið að verða hluti hins ísl. þjóðfélags. En nú fullyrðir Eske Brun og danska ríkis- stjórnin, að Eiríkur hafi verið Islendingur. Svo fullyrðir Eske Brun og danska utanríkisráðuneytið, að þessir ísl. landnámsmenn Grænlands hafi tekið með sér þangað sín á tungunni varðveittu félagslegu skipulög án nokkurs af- dráttar (their traditional social arrangement without modification), þ. e. lög sín og þjóðfélag og allt annað skipu- lag án nokkurrar undantekningar eða afdráttar. Verður þá ekki á því villzt, að Grænland varð ísl. nýlenda, enda hefði það vissulega verið miklu meira en afdráttur, ef landnáms- menn Grænlands hefðu gert uppreisn gegn ísl. þjóðfélag- inu, athæfi, sem ókunnugt er, að nokluir þjóðleg fornger- mönsk nýlenda hafi nokkru sinni gert gegn sínu móður- landi. Landnámsmönnum Grænlands reið, — sem öðrurn, er líkt stóð fyrir, — vissulega einnig meira á öðru en því, 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.