Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Qupperneq 44
óbifanlegir, ekki hvað sízt á 18. öld, er neyðin var stærst.
Það, að Grænland fylgdist 1814—1821 með Islandi frá
hinni norsku, undir hina dönsku krónu, veitti ckki Dan-
mörk yfirráðarétt, og' yfir höfuð engan rétt, yfir Græn-
landi. Þótt Islendingar hefðu dáið út á Grænlandi, sem
ekki var, myndi það ekki hafa svipt ísland eða konung
þess yfirráðaréttinum yfir Grænlandi. Þótt hin fornger-
manska og íslenska þjóðfélagsskipun félli að mestu niður
á Grænlandi með niðurfalli landbúnaðarins og glötunar ísl.
tungu þar, sem ekki hefur getað orðið með öllu fyrr en á
17. og 18. öld, svipt það ekki ísland eða konung þess yfir-
ráðaréttinum yfir Grænlandi. Um allar liðnar aldir hefur
ekkert það gerzt, er svipt hafi Island eða konung þess yf-
irráðaréttinum yfir Grænlandi. Það hefur heldur aldrei
annar yfirráðaréttur orðið til yfir Grænlandi: ekki við
trúboð Hans Egedes, ekki við afnám einveldisins í Dan-
mörku 1848 (án þess, að þvi væri samtímis aflétt á ís-
landi), ekki við nýju dönsku stjórnarskrána frá 5. júní
1953, cr lætur suma Grænlendinga kjósa 2 menn á Ríkis-
þing Dana. Stjórnlög og önnur landslög verða ávallt að
víkja fyrir þjóðarétti.
Stjórnarframkvæmd Danmerkur á Grænlandi er þann-
ig til komin, að hinn ísl. einvaldskonungur lét eftir 1848
hina dönsku gi undvallarlagaráðherra sína annast stjórn-
arstörf Islands og Grrenlands, en með því hefur Danmörk
ekk öðlazt nokkuni yfrráðarétt.
Það er mjög almennur misskilningur í öðrum löndurn,
og jafnvel einnig til hér á landi, að Fasti alþjóðadómstóll-
inn í Haag Iiafi þ. 5. apríl 1933 dæmt Danmörku yfirráða-
rétt yfir Grænlandi. Þetta gerði dómstóllinn alls ekki.
Ilann dæmdi aðeins nám Norðmanna á Austur-Grænlandi
ólöglegt og ógilt, enda aðeins kvaddur til að skera úr um
það. Hann felldi engan úrskurð um það, hver ætti nú yfir-
ráðaréttinn yfir Grænlandi, en hitt sagði hann, að sá yfir-
ráðaréttur, sem varð til yfir Grænlandi í fornöld, hafi
tckið til alls Grænlands sem heildar, og hafi haldizt óslit-
38