Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 45
inn fram til þess tíma, er dómurinn gekk, — að ætla verð- ur því þjóðfélagi til handa, er átti hann fyrir öndverðu og ekki hefur enn glatað honum. Dómstóllinn fékk alls ekki upp í hendur gögn til að útkljá það (t. d. engan staf úr Grágás eða lögbókum íslands), hvaða fullvalda landi und- ir krónu Noregs, og síðar undir krónu Danmerkur, Græn- land hefði tilheyrt, og dómstóllinn tók sér heldur alls ekki fyrir hendur að kanna þetta, enda ekki nauðsynlegt, til þess að útldjá þann ágreining, sem hann var kvaddur til að skera úr. Viðurkenning á yfirráðarétti Danmerkur yfir Græn- landi mundi alls ekki vera dagskrármál nú, ef Danmörk hefði átt hann síðan á víkingaöld eða yfir höfuð ætti hann ! Það er rangt, að yfirráðaréttur Danmerkur yfir Græn- landi sé almennt viðurkenndur. Til eru samt nokkrar for- takslausar viðurkenningar, og sumar þeirra dýru verði keyptar á kostnað Islands. Þessi viðurkenningasmölun Danmerkur nú á síðustu tímum bendir ekki til þess, að Danmörk telji ,,yfirráðarétt“ sinn yfir Grænlandi öruggan. En jafnvel þótt „yfirráðaréttur" Danmerkur yfir Græn- landi væri mjög almennt viðurkenndur, myndi þetta ekki fylla í það skarð, að Danmörk á alls ekki yfirráðaréttinn yfir Grænlandi, allt meðan sú þjóð, sem á hann, gefur hann ekki upp eða afsalar honum til Danmerkur. II. Nýlenda án aróráns eða lcúgunar, norrænt (þ. e. ís- lenzlct) yfirráðasvæði (a Nordic dominion) allt síÖan á víkingaöld. Þessari íslenzku réttarstöðu Grænlands hélt danska rík- isstjórnin fram í bókinni: „Skýrslu um Grænland 1954“ („Report on Greenland 1954“), er útbýtt var meðal full- trúa meðlimsþjóðanna á þingi Sþ. í nóv. 1954 í sambandi við Grænlandsmálið. Þar segir, að árið 875 (!!) hafi Græn- 39

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.