Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 62
önnur skjöl verið hafa en Gizurarsáttmáli ( eða yngri út- gáfa af Gamla sáttmála) og skildagi sá, sem gerður var við Gizurarsáttmála 1263, og krafðist þess, að konungur uppfylti þar gefin heit um siglingar til Grænlands.1) Var Friðrik II. upp frá þessu óþreytandi í því, að reyna að ná sambandi við Grænland, og Kristján IV. sonur hans sömu- leiðis, eftir að hann hafði tekið við stjórn. Sumarið 1605 ientu skip Kristjáns IV. á Vestur-Grænlandi. Viðleitni þessara og síðari konunga til að halda uppi sambandi við Grænland stendur því á rótum Gamla sáttmála. Undir lok 16. aldar hófu íslendingar í ræðu og riti öfl- ugan áróður fyrir því, að föstu sambandi yrði aftur kom- ið á við Eystribyggð, og að yfirráðaréttur Islands og kon- ungs þess yfir Grænlandi og löndum Islendinga í Vestur- heimi yrði varðveittur. Helztu forvígismenn þessarar ís- lenzku baráttu, næst fyrir Grænlandsför Hans Egedes, voru Arngrímur Þorkelsson Vídalín (bróðir Jóns biskups) d. 1704, og Þormóður Torfason (Torfæus). d. 1719. Hér þarf ekki að rekja hinar ágætu tillögur og miklu verk þessara manna og margra annarra slíkra. En því má aldrei gleyma, að það var árangur af baráttu þessara Is- lendinga og þess áhuga, er leiddi frá könnun ísl. fornrita, er fleytti Hans Egede til Grænlands og hélt lífinu í starfi hans á Grænlandi, eftir að Grænlandsfélagið í Björgvin hafði gefizt upp. Þann 5. febrúar 1723 „fól“ Friðrik IV. Grænlandsfé- laginu í Björgvin ,,í 25 ár allt landið Grænland með öllum sínum þar undir liggjandi löndum, ströndum og eyjum, frá Cap Farvel eða Printz Christian, sem liggur á 60. gráðu, að reikna, og eins langt og það í sinni lengd og breidd, austur og vestur, suður og norður nær, svo að vjer og vorir erfða-eftirkomendur um áður greindan tíma af þessu landi ekkert meira viljum hafa oss og vorum kon- 2) Sjá rit min: „Grönlands statsretslige Stilling í Middelalder- en“, Ósló 1928, bls. 179—186; og Rjettarstöðu Grænlands, nýlendu íslands, Rvík 1947, I, bls. 485—493, II, 769—770, 1132—1136 írh. 56

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.