Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 10
eignaskerðingar. Láti ög aftur á móti svo mælt, að full-
ar bætur skuli greiða og þær ákveðnar með mati sér-
stakra óháðra aðila, t. d. dómkvaddra manna, eða vísi
lög beinlínis til almennra eignarnámsreglna, hniga rök
til þess, að þar sé að áliti löggjafans fyrir hendi eignar-
nám. A. m. k. hlýtur að vera heimilt að leiða löggjafar-
stefnu í þá átt af slíkum ákvæðum.
Margar kenningar hafa komið fram um það, hver
sjónarmið beri einkum að leggja til grundvallar, þeg-
ar draga á mörkin milli eignarnáms og takmarkana á
eignarréttindum. Skal hér á eftir vikið nánar að nokkr-
um þessara kenninga og jafnframt kannað, hver muni
vera afstaða íslenzks réttar til þeirra með hliðsjón af
löggjöf og dómum.
III.
1. Sumir höfundar telja, að því aðeins geti verið um
eignarnám að ræða, að teknar séu eignarheimildir af
einum aðila og þær fengnar öðrum. Eignarnám tak-
markist samt ekki við það, að eignarheimildir séu i
heild sinni teknar af eigandanum, heldur nái það einn-
ig til yfirfærslu einstakra heimilda. Skoðanir þessara
höfunda eru á því byggðar, að orðalag umrædds stjórn-
arskrárákvæðis bendi til þess, að þar sé við það átt,
að eign sé látin af hendi við einhvern. Með orðasam-
bandi þessu sé með öðrum orðum ekki litið á málið
eingöngu frá sjónarmiði skerðingarþola.
Samkvæmt skoðunum þessara höfunda ræðst aðgrein-
ingin milli eignarnáms og takmarkana á einarrétti fyrst
og fremst af því, hvort um yfirfærslu eignarheimilda
sé að ræða eða ekki. Hefur það því höfuðþýðingu sam-
kvæmt kenningum þessum að fá úr því skorið, hvenær
slík yfirfærsla eignarheimilda liggi fyrir. Gætir þar
einkum tveggja sjónarmiða. Samkvæmt öðru ber fvrst
og fremst að líta til þess, hverjar ástæður liggi til skerð-
ingarinnar, en samkvæmt hinu skal einkum litið til
66
Tímarit lögfræðinga