Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Page 30
álit sumra fræðimanna, að með þessu sé gefin skýr og afdráttarlaus regla um aðgreininguna milli eignarnáms og takmarkana á eignarrétti.22) Á þá skoðun verður hins vegar ekki fallizt. Ber i því sambandi að hafa í huga, að engin eign manna er aðeins af einni ákveðinni tegund og engri annarri, þar sem hver einstök eign hef- ur yfirleitt mörg einkenni eða eiginleika. Eignum manna verður skipað. í tegundir eða hópa eftir ýmsum sjónar- miðum, allt eftir því, hverjir eiginleikar eða einkenni af fleirum, sem til greina koma, eru höfð í huga.23) Eignir sem eru af sama tagi í einu tilliti, geta verið af ólíku tagi, ef önnur einkenni eða aðrir eiginleikar þess- ara sömu eigna eru höfð í huga. Samkvæmt því getur eignaskerðing talizt koma niður á öllum eignum af til- teknu tagi, ef miðað er við viss einkenni eða eiginleika umræddra eigna, en takmörkunin getur einnig með jafnmiklum rétti talizt koma niður á eignum af ólíku tagi, ef önnur einkenni eða eiginleikar þessara sömu eigna eru höfð í huga. Ákvæði skógræktarlaga liafa stundum verið tekin til skýringar því, hvernig mörkin séu dregin milli eignar- náms og hinna svonefndu „almennu takmarkana“ á eignarrétti.24) Sem dæmi almennra takmarkana á eign- arrétti er bent á eignaskerðingar þær, sem leiða af banni laganna við því, að rjóðurfella skóg, að rífa upp viðar- rætur, og að beita skóg á afréttum fjarri búfjárhögum á vissum árstimum, þar sem þetta séu takmarkanir, sem nái til alls skóglendis og komi niður á öllum skógareig- endum. Sem dæmi eignarnáms er hins vegar tekið bann laganna við beit um lengri eða skemmri tima á skóg- lendi, sem eru í hættu vegna óhóflegrar beitar, þar sem um sé að ræða takmörkun, er nái aðeins til sérstaks, ákveðins skóglendis. Hér er á því byggt að skóglendi séu eignir sérstakrar tegundar. Komi eignaskerðing niður á þeim öllum sé um takmörkun á eignarréttindum að ræða, annars eignarnám. Ekki verður samt betur séð 86 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.