Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 46
5. I einkamálum er eðlilegt að dómara sé heimilt að fella niður heitfestingu vitnis ef báðir málsaðilar eða um- boðsmenn þeirra eru sammála um það — annaðhvort af þvi að þeir telja framburð vitnis vera trúverðugan án heit- festingar eða þá þýðingarlausan í málinu. 6. Hér við bætist röksemd, sem á við réttarfar í opin- berum málúm hér á landi. Dómari byrjar oft rannsókn ætlaðs refsibrots á algjöru frumstigi og á grundvelli kæru- bréfs eða jafnvel • munnlegrar kvörtunar aðeins. Hefur dómari þá einatt enga hugmynd um hver kann að vera brotlegur, enda rannsókn þá hafin í þeim tilgangi að finna hinn seka. Það er til of mikils ætlast að dómari geti, áslíku frumstigi rannsóknar, tekið ákvörðun um hvort mættur maður í dómi sé vitni eða grunaður, sbr. lög nr. 82, 1961, 77. gr. 2. mgr., og þó að dómari yfirheyri mann sem vitni, getur verið rangt að heitfesta hann þegar í stað, heldur verið rétt að fresta heitfestingu þar til málið skýrist bet- ur. Skoðun min er þessi: Það er ekki rétt að ákveða í lögum fortakslaus fyrir- mæli um að heitfesting vitnis skuli fara fram annaðhvort á undan eða á eftir framburði þess. Dómari á að ráða því og meta það eftir atvilcum hverju sinni hvorn háttinn hann hefur, svo og að meta nauðsyn heitfestingar. Ákvæði 100. gr. laga nr. 82, 1961 eru einnig framkvæmd á þennan veg í sakadómi Reykjavikur. Þórður Bjömsson p6 ia 'máóon lor^arlót Vísindalega rannsókn á því atriði, sem um er spurt, hef ég, er þetta svar set saman, ekki gert. Ekki hef ég lieldur aðgang að rannsóknum annarra á gildi staðfestinga. Svar mitt verður byggt á því, sem mér er tiltækt 102 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.