Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Síða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Síða 48
Með staðfestingu eftir á virðist þetla mæla: 2.1. Eftirtekt manna og minni eru óáreiðanlegri enætla mætti og hæfileiki manna til að tjá sig harla misjafn. Skýrslur manna um málsatvik eru því ekki sérlega traust gögn, ef vel er að gáð. Mér virðist liggja í augum uppi, að rangt sé að gera kröfu til, að menn leggi mannorð sitt að veði fyrir því, að þeir gefi rétta skýrslu, þegar vitað er, að þeim er það oft ógerlegt, þar sem menn gera sér oft ekki grein fyrir þeim annmörkum, sem eru á frásögn þeirra. Að vísu má segja, að menn staðfesli aðeins, að þeir hafi gefið skýrslu eftir beztu þekkingu og samvizku. Þessi fyrirvari er þó ekki mikilvægur í mínum augum, meðal annars af því, að munurinn á sannleikanum sjálfum og því, sem menn telja sannleika, er oftast lítill í huga fólks. Þá eykur það enn á þá ónákvæmni, sem fram kemur varð- andi skýrslur fyrir dómi, hve ónákvæmar aðferðir eru hafðar hérlendis við að færa þær til bókar. 2.2. Mörgum er vegna trúarskoðana og siðaskoðana mjög ógeðfellt að staðfesta skýrslur sínar. 2.3. Staðfestingarathöfnin er erfið fyrir dómara. Þetta stafar af því, að með staðfestingunni er höfðað til þess, sem mönnum á að vera heilagt. Er jafnan erfitt að fjalla um slík atriði á viðeigandi hátt, Þar við bætist, að lög- lærðir menn hafa aðeins takmarkaða þekkingu á þeim sálrænu þáttum, sem hér koma við sögu. Það þekkingar- leysi kemur að vísu að sök varðandi allt, sem að töku skýrslna lýtur, en verður þeim mun varhugaverðara, sem meiri helgi er tengd skýrslugjöfinni. 2.4. Þótt staðfesting áður en skýrsla er gefin kunni að koma fastara og virðulegra sniði á réttarhöld og auka virðingu fyrir þeim, eins og áður er drepið á, er hitt jafn- liklegt, að staðfestingin verði með þessu móti vanabundin og hversdagsleg í augum dómara og þeirra, sem oft gefa skýrslur. Með þvi minnkar þýðing staðfestingarinnar. Tak- mörkuð k] mi min af framkvæmd staðfestinga í brezkum réttarsölum benda til þessa. 104 Timarit löcjfra>ðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.