Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 59
8. Loks flutti Ármann Snævarr, liásk.rektor, fróðlegt erindi um erfðalögin nýju (nr. 8/1962). Rakti hann aðdraganda að setningu þeirra, eldri lög- gjöf um efnið hér á landi og á öðrum Norðurlöndum. Einnig gat hann um helztu njrmæli í lögunum o. m. fl. Að erindinu loknu var fundi slitið um kl. 19,15. Fund- inn sátu rúml. 20 lögfræðingar. Arnljótur Björnsson. ATHUGASEMD 1 1. hefti þessa árgangs er skrá um lögfræðinga hér á landi 1. júni 1964. Á bls. 40 segir að 201 þeirra stundi störf, sem lagapróf þarf til. Er þar átt við að lagapróf sé skilyrði til stöðuveitingar í settum lögum en ekki þótt lagapróf megi telja nauðsyn eða venju. Ég býst varla við því að það verði talið hæfa að ráðuneytisstjóri í dóms- málaráðunejdinu sé ólöglærður. Sama er að segja um ýms- ar aðrar ábyrgðarstöður þar og víða annars staðar. Skýringin á því hvernig ofangreind tala — 201 — er fundin er dálítið villandi enda talan ekki rétt. Hér kemur því samandregin skrá, sem vonandi er rétt: Hæstiréttur: Dómarar 5, ritari 1 ................. 6 Héraðsdómarar utan Reykjavíkur 25 og fulltrúar jæirra 25........................................ 50 Héraðsdómarar í Reykjavík, lögreglustjóri þar og tollstjóri 20 og fulltrúar 20 ................... 40 Saksóknari og fulltrúar hans...................... 4 Prófessorar í Lagadeild Háskólans ................ 4 Lögmenn og fulltrúar þeirra .................... 102 Samtals 206 Villan stafar af því að 3 embættismenn (lögreglustjóri í Reykjavík, tollstjóri og háskólaritari) voru dregnir frá tvisvar, en aðeins ber að draga háskólaritara frá, enda þarf lagapróf til þess að vera lögreglustjóri og tollstjóri sbr. 1. gr. laga nr. 98/1961. Th. B. L. Timarit lögfræðina 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.