Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 7
Nokkrir drættir úr ensku réttarfari Um þýðingu á greininni hér á eftir verður að geta þess, að þar hafa, að ég ætla, 5 menn lagt hönd að, meira og minna. Árangurinn hefur því miður ekki orðið eins góður og skyldi, enda enginn ánægður með sjálf sín verk — né hinna. Þessu til skýringar er rétt að benda á það, sem reyndar mun mörg- um kunnugt, að enskt lagamál er mjög flókið, orð og hugtök hafa mjög afmarkaða merkingu í vitund þeirra, sem til þekkja, en hins vegar oft mjög erfitt um hnitmiðaðar skýringar. Við íslendingar eigum hér sérstaklega erfitt um vik og ber þar margt til. íslenzk lögfræði hefur verið í sáralitlum tengslum við hina ensku og réttarkerfin gerólík — ekki sízt á sviði réttarfars. Eins og fram kemur í greininni, er dómstólakerfi Englendinga allt annað en hér og starfslið- dómgæzlunnar skip- að á allt annan veg. Því er það, að fjöldi starfsheita og hug- taka á sér enga samstæðu í íslenzku lagamáli. Hér hefði því þurft með allýtarlegra skýringa og nýorðasmíðis, en engin tök hafa verið á að leysa það verkefni til neinnar hlítar. Nokkrar skýringar eru þó í textanum og ýmis .starfsheiti þýdd, en þá er að jafnaði enska heitið haft með. Nokkrum skýring- um hef ég bætt við neðanmáls, en þær hefðu líklega mátt vera fleiri — og vissulega betri. Það hefur og leitt af ofangreindu, að sums staðar hefur verið gripið til þess ráðs að endursegja fremur en þýða bókstaflega. Þrátt fyrir þá annmarka, sem hér er vikið að, vona ég að þeir, sem greinina lesa, verði nokkru fróðari um enskt réttar- far. Þótt ýmsir gallar séu á því, hefur það löngum þótt til fyrirmyndar á ýmsum sviðum, og öruggt er, að við höfum ekki minna að læra af réttarfari Englendinga, en þeir af réttar- fari annarra þjóða, sbr. greinarlokin. Þótt ýmsir hafi átt hlut að þýðingu þessari, eins og fyrr var getið, verð ég að taka ábyrgðina á vansmíðunum. Ritstj. í yfirliti um réttarkerfi hlýtur, þó að stutt sé, ætíð að fylgja nokkur greinargerð um skipulag og lögsögu dóm- stóla. Tvær skýringar- og yfirlitsmyndir fylgja því hér með til glöggvunar. Frásögnin yrði þó næsta litlaus, ef ekki væri eitthvað vikið að þvi fólki, sem starfar að fram- Timarit lögfræðinga 69

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.