Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 13
og 20856 mál i borgum þeim, sem þeir starfa i. Kviðdómur var ekki til kvaddur í neinu þessara mála. 4. Yfirrétturinn (The High Court) var stofnaður með lögum frá 1875. Skyldi hann lcoma i stað margra eldri dómstóla og hafa það hlutverlc að samræma réttarfram- kvæmd þeirra. Eftir sem áður er lögsaga hinna mörgu deilda yfirréttarins að miklu leyti sú sama og áður var. Deildir yfirréttarins eru þessar: a) The Queen’s Bench Division. Hana sldpa dómsfor- seti (Lord Chief Justice) og um það bil 33 aðrir dómarar. Er hún lang stærst og umfangsmest allra deilda dóm- stólsins, enda er lögsaga hennar víðtækust og nær einkum til mála, sem falla undir venjurétt (Common Law). Hún hefur ótakmarkaða lögsögu i borgararéttarmálum, svo sem málum um samninga, skaðaverk utan samninga, verzl- unarréttarmál og mál milli landeiganda og leiguliða. Und- ir hana falla einnig mál, þar sem þess er óskað að ákvörð- un um gæzluvarðhald eða fangelsun (Writs of Habeas Corpus) verði horin undir dómstóla, að kveðinn verði upp úrskurður um endurupptöku rnáls, sem lægra settur dóm- stóll hefur fjallað um (prerogative orders of Certiorari), að lagt sé hann við því, að lægra settur dómstóll haldi áfram máli (Writ of Prohibition), að kveðnir séu upp úrskurðir með fyrirmælum, sem beint er til lægra setts dómstóls (Mandanuis). Siðastnefnt úrræði nota dómstólar einkum til eftirlits með framkvæmdavaldinu, þ. e. hin- um mörgu stjórnsýsludómstólum, sem getið verður um hér á eftir, og til eftirlits með þvi hvernig framseldu lög- gjafarvaldi er heitt. Heimilt er að áfrýja til deildarinnar ýmsum öðrum málum. Má þar nefna mál um eftirlaun, einkaleyfi og húsnæði, svo og ákvörðun um ýmis laga- atriði i málum, sem stjórnsýsludómstólar annars fjalla um. Arið 1963 var 123000 málum stefnt til þessarar deildar, Tímarit lögfræðinga 75

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.