Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Síða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Síða 14
en málflutningur fór aðeins fram í 962 þeirra og aðeins 27 (2,8%) fóru fyrir kviðdóm. b) The Chancery Division. Sú deild er skipuð 7 dómur- um. Er lögsaga hennar miklu sérgreindari, og er einkum á sviði mála, sem sett lög ná ekki til (equity matters),1) þar með talin eignaumsýsla, veðsetningar, stjórn dánar- búa, lögráð yngra fólks en 21 árs að aldri og ýmis mál er varða félög og sameign. Bæði þessi deild og Queen’s Bench Division eiga lögsögu i málum, er risa út af samn- ingum eða skaðaverkum. Kviðdómar starfa aldrei í þess- ari deild og á árinu 1963 komu aðeins 13000 mál til með- ferðar þar. c) The Probate, Divorce and Admiralty Division. Deild- in staðfestir erfðaskrár og fer með hjónaskilnaðar- og sjóréttarmál. Deildin er skipuð um það bil 14 dómurum og er einn þeirra dómsforseti. Virðist þar lögsögu kynlega saman blandað, unz Ijóst verður, að hún er öll reist á rómverskum eða kanónískum rétti. Oftar en einu sinni hefur verið lagt til, að deildin yrði afnumin og verkefn- um hennar skipt á milli hinna deildanna tveggja, en vafa- samt er hvort slíkt mundi hafa i för með sér nokkurn þann ávinning, er eftirsóknarverður væri. Árið 1963 fjall- aði deildin um 32000 mál um hjúskaparslit, ógildingu hjónabands eða lögmæti þess og var kviðdómur ekki til kvaddur í neinu þeirra. Þar voru flutt 47 mál (1 fyrir kviðdómi) um staðfestingu erfðaskráa, og byrjað var á um það bil 325 sjóréttarmálum, sem fjölluðu um björgun, dráttaraðstoð, árekstur skipa eða kaupkröfur sjómanna. D Court of Chaneery var æðsti dómstóll Englands — næst House of Lords—þar til 1873. Hann hafði lögsögu bæðium mál, sem fór um samkvæmt venjurétti og ,,equity“. Orðið ,,equity“ er vand þýtt og auk þess er skýring á hugtakinu, sem í því felst, umdeild. Sumir hafa skýrt það á þessa leið: „The sy.stem of law collateral and supplemental to statute law administered by courts of equity (Réttarregla, sem reist er á rýmkandi skýr- ingu settra laga eða lögjöfun frá þeim). 76 Tímarit lögfræðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.