Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Qupperneq 14
en málflutningur fór aðeins fram í 962 þeirra og aðeins
27 (2,8%) fóru fyrir kviðdóm.
b) The Chancery Division. Sú deild er skipuð 7 dómur-
um. Er lögsaga hennar miklu sérgreindari, og er einkum
á sviði mála, sem sett lög ná ekki til (equity matters),1)
þar með talin eignaumsýsla, veðsetningar, stjórn dánar-
búa, lögráð yngra fólks en 21 árs að aldri og ýmis mál
er varða félög og sameign. Bæði þessi deild og Queen’s
Bench Division eiga lögsögu i málum, er risa út af samn-
ingum eða skaðaverkum. Kviðdómar starfa aldrei í þess-
ari deild og á árinu 1963 komu aðeins 13000 mál til með-
ferðar þar.
c) The Probate, Divorce and Admiralty Division. Deild-
in staðfestir erfðaskrár og fer með hjónaskilnaðar- og
sjóréttarmál. Deildin er skipuð um það bil 14 dómurum
og er einn þeirra dómsforseti. Virðist þar lögsögu kynlega
saman blandað, unz Ijóst verður, að hún er öll reist á
rómverskum eða kanónískum rétti. Oftar en einu sinni
hefur verið lagt til, að deildin yrði afnumin og verkefn-
um hennar skipt á milli hinna deildanna tveggja, en vafa-
samt er hvort slíkt mundi hafa i för með sér nokkurn
þann ávinning, er eftirsóknarverður væri. Árið 1963 fjall-
aði deildin um 32000 mál um hjúskaparslit, ógildingu
hjónabands eða lögmæti þess og var kviðdómur ekki til
kvaddur í neinu þeirra. Þar voru flutt 47 mál (1 fyrir
kviðdómi) um staðfestingu erfðaskráa, og byrjað var á
um það bil 325 sjóréttarmálum, sem fjölluðu um björgun,
dráttaraðstoð, árekstur skipa eða kaupkröfur sjómanna.
D Court of Chaneery var æðsti dómstóll Englands — næst
House of Lords—þar til 1873. Hann hafði lögsögu bæðium mál,
sem fór um samkvæmt venjurétti og ,,equity“. Orðið ,,equity“ er
vand þýtt og auk þess er skýring á hugtakinu, sem í því felst,
umdeild. Sumir hafa skýrt það á þessa leið: „The sy.stem of
law collateral and supplemental to statute law administered
by courts of equity (Réttarregla, sem reist er á rýmkandi skýr-
ingu settra laga eða lögjöfun frá þeim).
76
Tímarit lögfræðinga