Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 16
sem um er deilt, nemur eigi minna en 200 sterlingspund-
um. Áfrýjunardómstóllinn tekur ekki skýrslur af vitnum
að nýju, heldur dæmir málsefnið eftir hraðrituðum vitna-
skýrslum, sem teknar eru fyrir lægra dómstólnum. Al-
menn regla er, að kviðdómur er ekki nefndur i neinum
enskum áfrýjunardómstóli. Niðurstöðu kviðdóms í mál-
um, sem upphaflega eru flutt fyrir slíkum dómi, verður
ekki beint raskað. Komi til áfrýjunar, heinist hún þess
vegna að því að málið verði endurupptekið í héraði fyrir
nýjum kviðdómi. Rökin eru þá þau, að dómaranum hafi
orðið á mistök, er hann leiðbeindi kviðdómnum, annað
hvort í lögskýringu eða um sönnunaratriði eða þá að sönn-
un hafi skort um þær staðrevndir, er kviðdómurinn reisti
úrlausn sína á og loks að skaðahætur, sem dæmdar voru,
hafi annað tveggja verið óhæfilega háar eða allsendis
ófullnægjandi.
6. The House of Lords. Lávarðadeildin. Hún var lengi
vel ekki í miklu áliti sem dómstóll sakir þess, hversu
á það skorti, að nægilega margir lávarðanna hefðu lög-
fræðimenntun. Þegar áfrýjunardómstóllinn var stofnaður
árið 1875, átti að afnema dómsvald lávarðadeildarinnar,
en ríkisstjórnarskipti urðu árið 1876 og var þá frá því
horfið. 1 þess stað voru stofnuð emhætti tveggja „Lords
of Appeal in Ordinarv“ árið 1876, en í emhætti þessi eru
skipaðir löglærðir menn, sem jafnframt voru aðlaðir ævi-
langt. Fræðilega séð mega ólöglærðir aðalsmenn enn
sitja í dómi, þegar um áfrýjanir er fjallað, en venju sam-
kvæmt eru dómstörf lávarðanna algjörlega aðskilin lög-
gjafarstörfum þeirra og dómstörfin annast áfrýjunar-
nefndir. (Appellate committees). Þær skipa að minnsta
kosti þrír og þó venjulega fimm þeirra manna, sem nú
skulu taldir: Ivanslari, Lord Chancellor. Hann er æðsti
maður dómsvaldsins, enda þótt hann sé jafnframt stjórn-
málamaður og nýr maður taki við þessu embætti þegar
stjórnarskipti verða; fyrrverandi kanslari og nú 9 lávarð-
ar — Lords of Appeal in Ordinarv. Ennfremur þeir lá-
78
Tímarit löcjfrœðinqa