Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 25
svo, að hvort sem mál er flutt fyrir kviðdómi eða ekki, verður að lesa í heyranda hljóði og á opnu þingi, hvert bréf og skjal, sem nota á sem sönnunargagn og skiptir þá ekki máli, þótt aðilar og dómari hafi endurrit þeirra. Ivviðdómurinn, ef til er kvaddur, hefur ekki endurrit.1) Vel má vera, að þetta þyki furðulegt á öld almennrar menntunar, en því fylgir sá kostur, að málsmeðferð fyrir opnum tjöldum nýtur sín betur með þessu móti, heldur en málsmeðferð, þar sem miðað er við skjöl, sem hvorki almenningur hefur aðgang að á dómþingi né heldur blaða- menn. Þar sem dómarar venjast því að gera kviðdómi grein fyrir sönnunargögnum í stuttu máli og leiðbeina lionum um lög þau, sem máli skipta, haga þeir stundum störfum sínum, þegar þeir sitja einir i dómi, eins og urn kviðdómsmál væri að ræða. Dómar þeirra virðast og stundum bera með sér, að dómararnir séu að endurskoða sönnunargögnin og rifja upp fyrir sér lagaatriðin, áður en þeir komast að dómsniðurstöðu. B. Málflvtjendur (Barristers) og lögmenn (Solicitors). Hvernig svo sem réttarfari er skipað, þarf ólíka hæfi- leika til þess, annars vegar að flytja mál fyrir dómi og hins vegar til að leysa verkefni, sem ekki eru orðin beint deiluefni, eða þá að undirbúa málssókn, sem fyrir dyrum kann að standa. í Englandi hefur þetta leitt til þess, að þeim sem fást við lögfræðileg málefni er skipt í málflytj- endur og lögmenn. Hefur skipting þessi staðið síðan á mið- öldum. Aðgreiningin minnir nokkuð á skiptingu lækna- stéttarinnar í almenna heimilislækna og sérfræðinga. Leik- maður í lögum, sem þarf að fá levst lögfræðileg vanda- mál, ráðfærir sig við ráðunaut í lögum, lögmann, sem venjulega fæst við allar tegundir lögfræðilegra álitaefna. Ef álitaefni er á því sviði laga, sem lögmaðurinn er ekki sérfróður um, lýtur t. d. að gerð sérstakra skjala eða J) Hann mun þó geta fengið einstök skjöl. Tímarit lögfræðinga 87

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.