Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 33
dómur“ og' vék hann fyrri dóminum til hliðar. Voru fyrrgreind lagaákvæði skýrð þannig, að þau fælu í sér, að vörnin væri tæk, hæði um annan og sérhvern síðari hjúskap. En spurning er, hvort dómstóllinn yrði jafnfús að þoka til hliðar fyrra dómi, ef það yrði frelsi sökunauts til skerðingar. Dómar þessa dómstóls binda alla lægri sakadómstóla. „Divisional Court of the Queen’s Bench Division“ dæmdi árið 1947, að hann væri bundinn af fyrri dómum, en þessi dómstóll var þá lokadómstig í máli því, sem um var að ræða. Nú er liins vegar hægt að áfrýja til lávarðadeildar- innar og réttarstaðan þvi vafasöm. Einstakir dómarar í vfirréttinum eru ekki beinlínis bundnir við niðurstöður hinna, en fvlgja þeim þó í reynd, nema þeir séu sannfærðir um að þær séu rangar. Þegar slíkt ber við, valda gagn- stæðar niðurstöður jafnsettra dómará vafa um það, hver rétturinn sé, þar til úr málinu er skorið með dómi áfrýj- unardómstólsins. Um lægri dómstóla skal þess getið, að dómar héraðsdómstólanna, ársfjórðungsdómanna og sýsl- unarmannadómstólanna binda hvorki þá sjálfa né heldur aðra dómstóla. Kenningin um bindandi fordæmi sætir nokkrum undantekningum og eru þær brevtilegar frá einum dómstóli til annars. Eldri dómur er t. d. ekki bind- andi, ef hann er andstæður öðrum enn eldra dómi sama dómstóls. Sama er ef það kemur fram í siðari dómi æðra dómstóls, að elzta dómi lægra dómstóla sé þokað til hlið- ar, eða sá dómur hafi verið kveðinn upp „per incuriam“, t. d. vegna vanþekkingar á því, að andstæðar lagareglur komi til álita, eða dómur var e. t. v. reistur á mesin- reglum, sem ekki eru lengur taldar ríkjandi. Viðgangur kenningarinnar um bindandi dómafordæmi hefur ekki hamlað þróun réttarins, eins og vænta hefði mátt. Crslit margra mála velta einungis á mati staðreynda, en lögskýring kemur þar eigi til álita. I fjölda annarra dóma er fastskorðuðum meginreglum beitt, þótt stað- reyndir séu ekki alveg eins og þær, sem um var fjallað Tímarit lögfrœðinga 9ó

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.