Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 43
regiu ásamt með bókstafsreglunni til þess að réttlæta bókstafsskýringu á þann hátt, að hún ráði bót á annmarka fyrri laga. Slíkur sveigjanleiki í notkun reglnanna virðist höfundi skynsamlegri en vélræn beiting þeirra. Þessum þremur aðai skýringarreglum til viðbótar eru ýmsar nákvæmar reglur og nokkrar almennar ráðagerðir þess efnis, að skorti bein orð eða nauðsynlegt samhengi, þá séu lögin ekki ætluð til þess að svipta neinn frelsi sínu eða eignum án dóms eða bótalaust. Þau eigi ekki heldur að verka aftur fyrir sig og skortur á skýrum ákvæðum megi ekki leiða til grundvallarbreytinga af handahófi. Refsilög og skattalög ber einnig að skýra þröngt og með hag og frelsi einstaklinga í huga. Lokaorð. Þess skal að síðustu getið, að þótt Englendingar hneigist til þess að telja réttarkerfi sitt liafa allmikla kosti, þá er sú sjálfumgleði mótuð af vitundinni um nauðsyn stöðugra endurbóta. Það er einkunl síðan 1945, að margar breyt- ingar hafa verið gerðar, venjulega að tillögum sérstakra nefnda, sem settar hafa verið á fót til þess að íhuga ein- stök viðhorf til kerfisins. Líldegt er að þessi þróun verði hraðari af því að sett hefur verið á fót ný laganefnd, sem hefur það hlutverk: „að athuga og endurskoða alla lög- gjöfina með kerfisbundna þróun hennar og umbætur i huga. Nefndinni ber einkum að vinna að þvi að bálka réttarreglur, leiðrétta ósamræmi, fella úr gildi úrelt og þarflaus ákvæði og gera löggjöfina almennt einfaldari og nær nútímahorfi en hún er nú“. Það lofar góðu, að fljót- lega bauð nefndin iagadeildum háskólanna samvinnu. Sem betur fer er nú minna um liugarfar einangrunar en áður og meiri vilji til þess að læra af réttarkerfum annarra þjóða. Það er þó enginn vafi á því, að þess verður gætt að samhæfa sérhvert nýmæli aldagömlum meginreglum enska kerfisins, og þó að það sé óhjákvæmilegt að gera liinn sívaxandi og ómeðfærilega fjölda bindandi dómafor- Tímarit lögfræðinga 105

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.