Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 46
eigi langlíft og mun hafa hætt störfum innan fárra ára. Eins og' ég drap á hét Dómarafélag Islands upphaflega Félag héraðsdómara, enda gátu þá eingöngu héraðsdóm- arar orðið félagsmenn þess. A þessu varð sú brevting árið 1957, að allir dómarar landsins gátu orðið félagsmenn og fékk félagið þá sitt núverandi nafn. Með breytingu þeirri, sem varð á skipan dómstóla hér í Reykjavík árið 1961, fjölgaði héraðsdómurum allmikið. Þetta leiddi til þess, að starfslega mátti skipta félagsmönn- um dómarafélagsins i tvo nærri jafnstóra flokka. Annars vegar voru hæstaréttardómarar og héraðsdómarar i Reykjavík, sem höfðu engin eða lítil umboðsstörf með höndum, en hins vegar voru svo sýslumenn og bæjar- fógetar, sem jafnhliða dómarastörfum fara, eins og vitað er, með lögreglustjórn og margvísleg umboðsstörf og eru dómsmálin hjá sumum þeirra ekki nema litill hluti starfs- ins. Af þessu leiddi, að starfsaðstaða, viðhorf og jafnvel hagsmunir þessarra tveggja flokka féllu ekki að öllu leyti i sama farveg, þótt dómsmálastörfin væru þeim öllum að meira eða minna leyti sameiginleg. Til þess að brúa þetta bil var það ráð tekið árið 1964, að skipuleggja fé- lagið þannig', að það yrði tvær sjálfstæðar deildir með sameiginlegri aðalstjórn, sem kæmi almennt fram fyrir félagið út á við en tengdi jafnframt félagsdeildirnar sam- an í öllum þeim atriðum, sem báðum væru sameiginleg. Enn er eklci endanlega séð, hvernig þetta skipulag reyn- ist, en fyrir mitt leyti tel ég þetta heppilegasta fyrirkomu- lagið og mjög viðunandi eins og nú er háttað. Sé ég eigi neina ástæðu til þess, að Dómarafélagið geti ekki lifað góðu lífi á þessum grundvelli, ef félagslegur vilji er á annað borð fyrir liendi hjá hinurn einstöku félagsmönn- um. A siðasta aðalfundi vék ég að því, að breyttir þjóðfé- lagshættir yllu því, að óhjákvæmilegt væri að taka skipan 108 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.