Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 53
Þá lagði Ólafur áherzlu á svonefnda fyrirbvggjandi barna- vernd og þá fyrst og fremst félagslega þjónustu í þvi sambandi. Ennfremur tóku til máls dr. jur. Gunnlaugur Þórðar- son, sem ræddi barnaverndarmál á við og dreif, og pró- fessor Símon Jóh. Agústsson, sem benti m. a. á það mikil- væga úrræði að létta á barnaverndarstofnunum með þvi að vista börn á einkaheimilum. Fundarmenn voru um 60 talsins. Annar umræðufundur var haldinn í aprilmánuði og stóð Orator, félag laganema, einnig að honum. Umræðu- efnið var: „Friðhelgi einkalífs“. Framsögumenn voru tveir, Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttardómari, og Garðar Gíslason, stud. jur., og fluttu þeir góð og athyglisverð erindi um nefnt mál. Benedikt Sigurjónsson rakti í sinni ræðu lagaákvæði um efnið, og kom fram með ýmsar hugleiðingar varðandi það, svo sem um símaánauð, heimsóknir, átroðning, sem þekktir menn verða fyrir af forvitnu fólki og misnotkun á Ijósmyndavélum. Þá vék hann að lagafvrirmælum á Norðurlöndum í þessum efnum. Garðar Gíslason talaði m. a. um njósnir um einkalíf manna, og hávaðann, sem fólk yrði fvrir í stórborgum. Þá fjallaði hann um það, þegar skýrt væri frá einkamál- efnum manna opinberlega, og gerði greinarmun á því af hvaða hvötum slíkur verknaður væri framinn. Auk frummælenda tóku eftirtaldir til máls: Guðlaugur Einarsson hrl., sem taldi það óviðeigandi að birta saka- skrá manna í dómum, þegar afplánun refsingar eða upp- reisn æru hefði átt sér stað. Gunnar Jónsson, stud. jur., talaði um, að raunsæisstefnan í bókmenntum vildi taka einkalíf manna mjög nákvæmlega fyrir og væri það vel til þess fallið að lækna sjúkt þjóðfélag. Skúli Thorarensen, dómarafulltrúi, taldi, að setja ætti brýnt bann í lögum við því, að notaður væri tæknilegur útbúnaður til að hnýs- ast i einkamál manna. Magnús Sigurðsson, lögfræðingur, Tímarit lögfræðinga 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.