Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 6

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 6
Þessi þrískipting ábyrgðarreglnanna, sem hér var lýst, reyndist óheppileg i samskiptum siglingaþjóða, enda óvíða innan réttarins meiri þörf á samræmdum, alþjóðlegum reglum en í siglingamálum. Af þeim sök- um stofnuðu ýmsar þjóðir, þegar fyrir aldamót, til sam- taka sín á milli um samræmingu á ábyrgðarreglunum. Þær tilraunir háru þó um áratugi engan árangur. Full- trúar Þjóðverja og fleiri ríkja héldu fast við takmark- aða hlutaráhvrgð og sjóveðrétt, en fulltrúar Englend- inga neituðu að víkja frá sinni reglu. Þó fór svo að lok- um, að gerð var málamiðlun i milliríkjasamþykkt, sem undirrituð var í Briissel 25. ágúst 1924. Meginatriði sam- þykktarinnar voru þessi: I fyrsta lagi var ákveðið í samræmi við ensku regluna, að ábyrgð útgerðarmanna á sjókröfum skyldi vera persónuleg og með öllum eign- um. Þar með var felld niður hin þýzka og norræna regla um, að ekki væri unnt að gera aðför í öðrum eignum útgerðarmanna en skipi og farmgjaldi. I öðru lagi var þýzk löggjöf aðallega lögð til grundvallar því, hvaða kröfur skyldn teljast til sjókrafna og sæta takmarkaðri áhyrgð. í þriðja lagi var svo samþykkt tviskipting á takmörkun ábyrgðar, sem bar með sér einkenni ólieppi- legrar málamiðlunar. Var útgerðarmanni heimilað, þeg- ar sjókröfur voru sóttar á hendur honum, að velja milli tveggja reglna. Annars vegar þess, að hámark ábyrgð- ar færi eftir matsverði skips, einföldu matsverði, ef um eignatjón væri að ræða, en tvöföldu, ef hæta þyrfti lífs- eða líkamstjón. Við matsverð skyldi svo hætt 10 af hundraði í stað eldri reglna um áhyrgð með farmgjaldi. Hins vegar var útgerðarmanni veittur réttur til að leysa ábyrgð af höndum sér með greiðslu 8 sterlingspunda fvrir hverja rúmlest skips, að því er eignatjón snerti, en með 16 sterlingspundum, ef hæta skvldi lífs- eða lík- amstjón. Þessi valréttur útgerðarmanns reyndist vitan- lega óhagstæður sjókröfuhöfum. A árunum 1928 og 1929 hreyttu Norðurlandaríkin 90 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.