Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 7
Danmörk, Noregur og Svíþjóð siglingalöguin sínum til samræmis við Briisselsamþykktina frá 1924. Hins vegar varð alllöng bið á því, að ísland fetaði þar í fólspor þeirra. Það var ekki fvrr en með 9. kafla siglingalag- anna nr. 66/1963, að reglur íslenzks réttar um takmark- aða ábyrgð voru samræmdar Briisselsamþvkktinni og þágildandi Norðurlandalögum. Þó var framangreind regla um valrétt útgerðarmanna ekki tekin upp i ís- lenzku lögin, heldur var ábyrgðin jafnan látin vera bundin við verð skips, einfalt eða tvöfalt eftir eðli kröfu og að viðbættum 10 af hundraði, sbr. 206. gr. laga nr. 66/1963, eins og henni var í upphafi háttað. Næst er frá því að segja, að ný milliríkjasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna var gerð á ráð- stefnu í Briissel hinn 10. október 1957. Voru nú gerðar mjög róttækar brevtingar á ábyrgðarreglunum. Það var almennt álit ríkjafulltrúa, sem sæti áttu á ráðstefnunni, að liinar eldri ábyrgðarreglur væru í mörgum greinum orðnar úreltar, með því að ástæður, sem í öndverðu höfðu valdið tilkomu þeirra, væru nú ekki lengur fyrir hendi. Sökum hinna fullkomnu fjarskiptasambanda nú- tíðarinnar væri útgerðarmanni almennt unnt að hafa samband við skip sitt, hvar sem það væri statt, og væru þar með horfnar úr sögunni þær ástæður, sem uppihaf- Iega lágu til grundvallar takmarkaðri ábyrgð á samn- ingskröfum, er stofnað var til utan beimahafnar skips. í öðru lagi væri útgerðarmönnum nú unnt að vátrvggja sig fvrir margskonar óliöppum, sem af siglingu skips kann að leiða og þeir bera áliættu af, hvort heldur vegna ófarnaðar, er skipið sjálft verður fyrir, eða sök- um tjóns, er þriðji aðili bíður í sambandi við starf- rækslu þess. Sú skoðun hafði öðlazt mikið fylgi meðal réttarfræðinga, að ekki beri að takmarka ábyrgð manna, hvorki útgerðarmanna né annarra, á kröfum, sem unnt er með sanngirni að ætlast til, að þeir vátryggi sig fyrir. Þá fyrst sé ástæða til að takmarka ábyrgðina, þegar Tímarit lögfræðinga 91

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.