Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 8
atvik, sem menn bera ábyrgð á, geta haft í för með sér meira tjón en venjulegum vátryggingarfjárhæðum nem- ur, t. d. vegna stórslysa. Á grundvelli þessara skoðana eru til orðin ákvæði Briisselsamþykktarinnar frá 1957, og verður við skýringu þeirra að ihafa það í huga. Þess má geta, að sú stefna innan féhótaréttarins, sem liér var lýst, er miklu almennara eðlis og víðtækari en svo, að hún taki eingöngu til skipaeigenda, og mun ég drepa nánar á það siðar. Norðurlandarikin Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð gerðust árið 1964 aðilar að Briisselsamþykktinm frá 1957. Breyttu þau þá jafnframt áhyrgðarreglum siglingalaga sinna til samræmis við samþykktina. Með lögum nr. 10/1968 var ríkisstjórn íslands heirn- ilað að staðfesta samþykktina fyrir Islands hönd, og með lögum nr. 14/1968 voru ákvæði 9. kafla siglinga- laganna frá 1963 samræmd ákvæðum samþykktarinnar og samsvarandi fyrirmælum Norðurlandalaganna. Mun ég hér á eftir gera nokkra grein fyrir efnisákvæðum laga nr. 14/1968 og þeim hreytingum á eldra rétti, sem þau höfðu í för með sér. Fyrst er þá um það að ræða, hvernig takmörkun á áhyrgð sé háttað. Óhreytt er látin standa sú tilhögun laganna frá 1963, að áhyrgð útgerðarmanns sé persónu- leg og með öllum eignum. Takmörkunin er í því fólgin, að útgerðarmanni er aðeins skylt að svara til ákveðinn- ar hámarksfjárhæðar á kröfu eða kröfum, sem rísa al' sama atburði (occasion). Er áhyrgðin miðuð við til- tekna fjárhæð fvrir rúmlest skips, og hefur enska regl- an þar með rutt hinum þýzku og frönsku reglum úr vegi. Engin takmörkuð krafa er nú lengur liáð mats- verði skips, eins og var eftir hinum eldri reglum. I Brusselsamþykktinni og lögum nr. 14/1968 eru á- kvæði um, hvernig reikna skuli rúmlest vélknúins skips, þegar ákveða skal áhyrgðarfjárhæð. Er þá átt við nettó rúmlestatal að viðhættu því vélarúmi, sem við 92 Tímarit lögfrœðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.