Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 10
uni skyldu um ábyrgð sæta söinu kjöruin sem væru þau 300 rúmlestir. Hins vegar var i sérstakri bókun á- kveðið, að aðildarríkjunum væri beiinilt að liaga ábyrgð smáskipa á annan veg. í lögunuin frá 19(58 er sú beim- ild notuð með tilteknum liætti. Að því er tekur lil eigna- tjóns, eru skip, sem niinni eru en 150 rúmlestir, látin sæta sömu kjörum sem væru þau 150 rúmleslir. En beri að bækka ábyrgðarfjárhæð vegna lífs- eða líkamstjóns, skal hækkunin jafnan miðuð við 300 rúmlesta skip, enda þótt um minni skip sé að tefla. Ef dænii er tekið uin 100 rúmlesta skip, verður ábyrgðin 150.000 gullfrankar, eða 900.000 krónur, þegar eignatjón skal bætt, en 930.000 gullfrankar, eða 5.580.000 krónur, ef bæta þarf einnig eða eingöngu Iífs- eða líkamstjón. Samkvæmt núgildandi lögum frá 19(58 sæta miklu færri kröfur takmarkaðri ábyrgð en áður var eftii ábyrgðarreglunum frá 19(53. Þær kröfur, sem fallið hafa undan takmarkaðri ábyrgð og útgerðarmaður skal nú ábyrgjast að fullu, eru í aðalatriðum þessar: í fyrsta lagi allar samningskröfur, sem skipstjóri stofnar lil í ferð skips samkvæmt stöðuumboði sínu. í öðru lagi fellur niður sem almenn regla, að tak- markaðri ábyrgð sæti kröfur vegna vanefnda á samn- ingi, sem stafa af yfirsjónum eða vanrækslu við stjórn- tök skips. Hins vegar geta tilteknar kröfur, sem þannig eru til orðnar, sætt takmarkaðri ábvrgð, þar á meðal bótakröfur vegna vanefnda á farmsamningi. í þriðja lagi falla undan takniarkaðri ábyrgð kröf- ur, sem af því rísa, að tilgreiningar i farmskírteini eru rangar cða villandi (ábyrgð ex scripto). í fjórða lagi skulu kröfur um björgunarlaun sæta ótakmarkaðri ábyrgð. Slikar kröfur geta ekki numið hærri fjárhæð en verði skips, sbr. 201. gr. siglingalag- anna, og fara því ekki fram úr venjulegri vátryggingar- fjárhæð. í fimmta lagi skal útgerðarmaður nú bera ótakmark- o o 94 7 imarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.