Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 17
um eða munum, sem eru utan loftfarsins. I hinum nýju umferðarlögum nr. 40/1968 eru engin ákvæði um tak- markaða ábyrgð. Á það má einnig benda, að ábyrgð eftir umferðarlögunum er hlutlæg, og sama er að segja um ábyrgð samkvæmt loftferðalögunum á tjóni, sem verð- ur utan loftfarsins, nema það hafi gerzt innan marka viðurkennds flugvallar. Er því ábyrgð samkvæmt lögum þessum í þessu efni ríkari en eftir siglingalögunum, þar sem saknæmi þess, er tjóni veldur, er gert að skilyrði. Það ósamræmi, sem hér kemur fram í löggjöfinni, verður vart skýrt með því, að flutningsstarfsemi, sem fram fer með skipum, þarfnist meiri verndar en flutn- ingsstarfsemi með loftförum og vélknúnum ökutækj- um. Mismunurinn mun fremur vera af sögulegum toga spunninn. Það er svo annað mál, ef stefnt verður að samræmingu í þessum efnum innan almennrar löggjaf- ar, hvort heldur eigi að draga úr takmarkaðri áhyrgð útgerðarmanna skipa eða innleiða og auka slíka ábyrgð í öðrum atvinnugreinum, og á ég þá ekki einungis við flutningsstarfsemi í lofti eða á landi. Þessi spurning stendur í nánu samhandi við þau áhrif, sem ætla má, að vátryggingarstarfsemi hafi i framtíðinni á almenna þróun skaðabótaréttar. En það efni er umfangsmeira en svo, að hér sé unnt að gera því nokkur skil. Þórður Eyjólfsson. Timarit lögfræðinga 101

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.